Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 24
framleiða náttúrlegar afurðir á tímum sívaxandi mengunar. Á því sviði er vissulega þörf rann- sókna þó ekki sé nema til að geta sýnt og sannað að okkar fiskur sé ómengaður og heilnæmur. Á þessu ári hafa birst nokkrar greinar í læknaritum um hollustu fisks og sífellt fjölgar þeim sem telja fisk almennt séð holla og Ijúffenga fæðu sé til hráefna og matreiðslu vandað. Því er lag til að vekja áhuga erlendis á aukinni fiskneyslu. Á þessu sviði gætum við skapað okkur sérstöðu þar sem fiskurinn við ísland er minna mengaður en víða annars staðar. Aukefni ættu í flestum tilfellum að vera óþörf við vinnslu á fiski hérlendis enda vilja margir forð- astnotkun þessaraefna. Hlutverk stofnunarinnar í þessari þróun er að veita upplýsingar um næring- argildi fisks og heilnæmi en hafa ber í huga að rannsóknir á því sviði geta verið bæði flóknar og tímafrekar. Af framansögðu er Ijóst að mjög mikilvægt er orðið að hafa nýjustu upplýsingar um matvæla- löggjöf viðskiptalanda okkar því að kröfur aukast og eftirlit vex víða. Nýlega gerði stofnunin samning um notkun á breskum tölvubanka sem geymir upplýs- ingar um matvælalöggjöf við- skiptalanda okkar að Austur-Ev- rópulöndum undanskildum. 6. Tölvutækni: óþrjótandi möguleikar Á tækni og tölvusviðinu eru óþrjótandi möguleikar. Margir kannast við tilraunir sem Sölu- miðstöðin hefur látið gera með tæki sem getur flokkað síldar- hrygnur frá hængum. Hvað með tæki sem gæti flokkað síld eða loðnu eftir fituinnihaldi þannig að velja mætti feitasta fiskinn úr? Þá má nefna rannsóknir á því að skera fisk með hárfínni vatnsbunu undir miklum þrýstingi en með þeirri tækni gætu opnast mögu- leikar fyrir sjáfvirkar tölvustýrðar skurðvélar. Þegar fiskur er metinn hvort heldur hann er ferskur, frosinn, saltaður eða hertur þarf að henda reiður á miklu upplýsingamagni. Við skoðun á flökum þarf t.d. að skrá fjölda orma, beina, blóð- bletta, meta litblæ, frostþornun o.s.frv. Ein af mótbárunum gegn því að taka upp hliðstætt mat á ferskum fiski, svokallað punkta- mat, var sú að því fylgdi of mikil skriffinnska og útreikningar fyrir matsmennina. Unnt er að smíða handhægt tæki sem matsmenn gætu haft með sér og skráð með auðveldum hætti allar þessar upplýsingar, reiknað úr þeim og prentað matsnótu. Tækið þyrfti að geta geymt í minni forskrift að mati á þeim fisktegundum og afurðum sem unnið er við hverju sinni. Sölu á tækinu erlendis myndu fylgja for- rit sniðin að kröfum kaupandans ásamt nauðsynlegri sérfræðiráð- gjöf og þjálfunarnámskeiðum. Þess má geta að nú fyrir skömmu bárust stofnuninni heimildir um að í Ástralíu hafi þegar tekist að smíða fyrstu gerð slíks tækis. Rannsóknastofnunin - sjálfseignastofnun ? Þessi dæmi eru nefnd hér til að minna á að enginn skortur er á rannsóknaverkefnum í sambandi við fiskiðnað og greinum tengdum honum. Og þá er komið að mikilvægu atriði. Smáþjóð sem vertakmörkuðu fjármagni til rannsókna- og þróunarstarfsemi geturekki keppt við stórþjóðirnar á öllum sviðum tækni og vísinda. Við verðum að velja rannsókna- svið og verkefni af mikilli kost- gæfni ef árangur á að nást. Hér á landi hafa fiskiðnaðarrannsóknir allt frá upphafi nær eingöngu verið stundaðar á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins en upp- runi stofnunarinnar er rakinn allt aftur til ársins 1934. Var hún lengst af hluti af Fiskifélagi íslands eins og mönnum er kunnugt. Árið 1965 var Rann- sóknastofu Fiskifélags íslands breytt í ríkisstofnun með lögum um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna. Nú eru 37V2 heimiluð stöðugildi á stofnuninni en starfs- mannafjöldi hefur þó jafnan verið mun meiri. Hefur þá komið til lausráðið starfslið sem hefur þá verið fjármagnað með tekjum fyrir þjónustumælingar. Um helmingur starfseminnar felst í efna- og gerlagreiningum á sýnum auk tæknilegrar ráðgjafa- þjónustu, námskeiðahalds og útgáfustarfsemi. Þannig eru rúm- lega 20 ársverk í þjónustumæl- ingum og önnur 20 í eiginlegum rannsóknaverkefnum. Þjónustu- mælingar hafa aukist jafntog þétt og allt útlit er fyrir að svo verði enn um sinn. Auknar kröfur um ýmiss konar mælingar valda þar mestu um svo og aukinn áhugi fyrirtækja og samtaka þeirra a gæðamálum og vöruþróun. Á undanförnum árum hafa orðið breytingar á því með hvaða hætti rannsóknaverkefni eru valin. Áður komu verkefnin mest fram að frumkvæði starfsmanna stofnunarinnar. Nú koma þau mörg hver til vegna samvinnu við iðnaðinn eða eru umbeðin. Fyrir þessi verkefni greiðir iðnaðurinn að hluta. Árið 1984 var unnið að rannsóknaverkefnum í samvinnu við 16 fyrirtæki og samtök. Eng- inn vafi leikur á því að þau verk- efni sem iðnaðurinn tekur þátt i skila sér best hvað snertir notkun rannsóknaniðurstaðna. Að taka fjárhagslegan þátt í verkefni er viss trygging fyrir því að rann- 636-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.