Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 22
Dr. Grímur Valdimarsson: Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins í og framtíð Inngangur Ágætu þingfulltrúar. Um langt árabil hefurþaðverið venja að gefin sé hér á Fiskiþingi skýrsla um starfsemi Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðrins. Að þessu sinni verður aðeins drepið á nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að á þessu ári en lögð áhersla á verkefni sem teljast áhugaverð en eru ekki enn komin á verkefnaskrá stofnunarinnar.. Síðari hluta þessa erindis verður síðan varið til að ræða hugmyndir um að stofnuninni verði breytt úr ríkisfyrirtæki í sjálfseignarstofnun en þannig teljum við að hún geti betur svarað rannsóknaþörfum fiskiðnaðrins í framtíðinni. Rannsóknir í gangi 1. Líftækni Meðal verkefna sem unnið hefur verið að á þessu ári má 634-ÆGIR nútíð nefna líftækni en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um möguleika á því að beita svokölluðum ensímum á ýmsum sviðum í fiskiðnaði, einkum við roðflettingu og himnuhreinsun. Núeru hafnartilraunirviðaðfjar- lægja himnur af þorsklifur til niðursuðu með ódýrum iðnaðar- ensímum og lofa fyrstu niður- stöður góðu um framhaldið. Þessar rannsóknir eru fjármagn- aðar af Samvinnusjóði íslands. Þá má nefna að fyrirhugaðar eru í samvinnu við Háskóla íslands og Iðntæknistofnun tilraunir með framleiðslu á ensímum úr slógi í nokkru magni en vonir eru bundnar við að þau geti orðið verðmæt útflutningsvara auk þess að nýtast í fiskvinnslunni. 2. Tvífrysting Eins og kunnugt er hefur á síð- ustu misserum mikið verið rætt og ritað um tvífrystingu á fiski. Menn hafa óttast þá þróun sem óhjákvæmilega leiðir af tilkomu frystitogaranna, þ.e. að atvinna flytjist í auknum mæli úr landi. í þæjarfélögum sem byggja afkomu sína á fiskvinnslu hafa menn viljað sporna við þessari þróun með því að vinna upp- þíddan sjófrystan fisk í landi. Margir hafa bent á að miðað við núverandi rekstrarforsendur hafi frystihús ekki efni á að kaupa frystan fisk og endurvinna. Breyt- ist þessar forsendur hins vegar, t.d. vegna tilkomu arðbærrar sér- vinnslu og aukinnar hagkvæmni í rekstri vinnslustöðva gæti tví- frysting borgað sig. Gæðamálin eru lykilatriði í þessu sambandi því standist tvífrystur fiskur ekki gæðakröfur kemur slík vinnsla að sjálfsögðu ekki til greina. í vor athuguðum við því í samvinnu við Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Sjávarafurðardeild S.Í.S- áhrif tvífrystingar á gæði þorsks og grálúðu og kynntum okkurer- lendar rannsóknir á því sviði. í stuttu máli rýrir tvífrysting ekki gæði að neinu ráði ef rétt er að staðið en þó er Ijóst að setja verður ákveðnar reglur um að aðeins glænýr fiskur sé tekinn ‘ slíka vinnslu. Með skipulagningu býður tvífrysting upp á fullvinnslu fisks með jöfnum afköstum og jöfnum hráefnisgæðum. 3. Ný tegund þorskalýsis Rannsóknastofnunin tók að sér í samvinnu við Háskóla íslands og Lýsi h.f. að framleiða 1 tonn af nýrri tegund þorskalýsis sem hefur hátt hlutfall þeirra efna er næringarfræðingar telja að hafi veruleg áhrif til varnar gegn kransæðasjúkdómum. Þótt eitt tonn virðist ekki mikið magn þá er hér um mjög umfangsmikla vinnslu að ræða og kom tilrauna- verksmiðja stofnunarinnar þar í góðar þarfir. Ekki er Ijóst á þessu stigi hvort framhald verður á þessari vinnslu. 4. Saltfiskrannsóknir í samvinnu við Sölusamband ísl. fiskframleiðenda hefur verið unnið að þremur verkefnum á árinu, verkun tandurfisks, gulu- myndun í saltfiski og söltun þorskhrogna. Síðastnefnda verkefninu er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.