Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 10
Avarp Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra Á þessu hausti hefur oröið meiri umræða um mótun fisk- veiðistefnunnar en nokkru sinni fyrr. Það er mjög eðlilegt í Ijósi þess að nú höfum við öðlast reynslu viðframkvæmd stefnu sem var umdeild í upphafi. Að undan- förnu hefur komið skýrt í Ijós að mikill meirihluti þeirra sem eiga hagsmuna að gæta í sjávarútvegi er meðmæltur svipaðri fiskveiði- stefnu og fylgt hefur verið síðustu tvö árin. Ekki vegna þess að allir séu ánægðir með alla þætti hennar heldur vegna þess að menn sjá ekki að aðrar aðferðir við stjórnun veiðanna geti betur tryggt þau . markmið sem við stefnumað. Éghefaðundanförnu lýst mínum skoðunum í þessu máli á fundum víða um land og ætla ekki að endurtaka þær í ein- stökum atriðum hér. Þó vil ég leggja áherslu á nokkur meginat- riði. Við verðum að líta hlutlaust á þann árangur sem náðst hefur með núverandi fiskveiðistefnu. í því sambandi þarf einkum að spyrja þriggja spurninga: Hefur fiskveiðistefnan orðið til þess að aflinn sé sóttur með minni til- kostnaði? Hefurhúnorðiðtil þess að afli hafi komiðálandsemann- ars hefði ekki veiðst? Hefur fisk- veiðistefnan orðið til að auka verðmæti aflans? Því miður liggja enn ekki fyrir reikningar fyrir útgerðina í heild á árunum 1984 og 1985, en í áætlunum Þjóðhagsstofnunar er reiknað með, að í kjölfar nýju fiskveiðistjórnarinnar hafi fylgt 9 til 10% sparnaður í sóknar- tengdum útgerðarkostnaði. Fyrir botnfiskveiðiflotann í heild er hér um nálægt 400 m.kr. á ári að ræða miðað við núgildandi verðlag. Á sama hátt má telja víst, að kvótakerfi á loðnu- og síld- veiðum hafi gert þær veiðar hag- kvæmari en fyrr. Samtök útvegsmanna gera ekki athuga- semdir við þessar áætlanir, og vfsbendingar úr útgerðarreikn- ingum, sem fyrir liggja, virðast ekki stangast á við þær. í hinu ágæta riti Fiskifélags íslands, Útvegi, fyrir árið 1984 er að finna beina staðfestingu á því að breytt fiskveiðistjórn hefur haft íför með sér minnkandi sókn og þar með lægri tilkostnað. Þar kemur skýrt fram að sókn í botnfisk hefur minnkað mun meira en afli á árinu 1984 þannig að sóknarkostn- aður miðað við hvert veitt tonn hefur minnkað töluvert fyrri til- stuðlan kvótakerfisins. Gildir þetta um sókn í botnfisk með öllum veiðarfærum. Þannig minnkaði sókn togara í botnfisk t.d. um 7% en samdráttur í afla þeirra var ein- ungis 2%. Að því er varðar flest önnur veiðarfæri er munurinn enn meiri. Hér er því um að ræða mælanlegan árangur um aukna hagkvæmni í útgerð. Með tilkomu kvótakerfisins á botnfiskveiðum 1984 var hvatt til sóknar í vannýtta fiskistofna. Rækjuveiðar á djúpmiðum 1984 og 1985 eru glöggt dæmi um þetta en engar hömlur voru lagðar á þær veiðar og sókn í þær skerti ekki aflamark í botnfisk- veiðum. Árið 1984 jókst rækju- aflinn frá árinu áður um rúmlega 11 þúsund tonn og árið 1985 er búistviðað rækjuaflinn verði lítið eitt meiri en 1984. Þessi afla- aukning felur í sér aukið útflutn- ingsverðmæti um 700-800 miH- jónir króna miðað við núverandi verðlag, ekki síst af því að rækjan er í vaxandi mæli heilfryst um borð. Ætla má að takmörkun á leyfi- legu aflamagni verði einmitt til þess að menn reyni að gera ser sem mest verðmæti úr því sem þeir hafa úr að spila með því að auka vinnsluvirði aflans. Þegar menn dæma þá fiskveiðistjórn- un, sem við höfum reynt að undanförnu þá er það almennt gert út frá eigin reynslu sem eðli- legt er. Fyrir skömmu sagði tog- araskipstjóri einn mér að hans skipi hefði verið stjórnað þanmg að þeir möguleikar sem reglurnar gefa til hagræðingar nýttust ti fulls. Skipið hefði verið kallað ' land þegar á þurfti að halda og mikil áhersla lögð á að auka gæðin sem mest. Hann sagðist ekki vera í nokkrum vafa um a þegar á heildina væri litið kæm' 622-ÆCIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.