Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 7
Þorsteinn Gíslason, f'skimálastjóri: Setning 44. Fiskiþings Raðherra, ágætu þingfulItrúar °8 aðrir gestir. Eg býð ykkur öll velkomin til Fiskiþings. Sérstaklega býð e8 velkomna nýja fulltrúa, sem nú.sitja Fiskiþing í fyrsta sinn. Eg vil minnast hér þriggja . aga okkar sem látist hafa á ar|nu, þeirra Magnúsar Gamal- |elssonar útgerðarmanns Ólafs- 'rði er lést 3. janúars.l., Helga B. enónýssonar útgerðarmanns ra ^esturhúsum í Vestmannaeyj- Urn sem lést 18. ágúst s.l. og Ein- ars Guðfinnssonar útgerðar- I^anns í Bolungarvík, en hann est 29. október s.l. Magnús Gamalíelsson fæddist a Flraunum í Fljótum 7. október y9. Magnús hóf sjósókn ungur a árum, 24 ára gamall gerðist ann formaður á bát frá Ólafs- 'rúL 1928 hóf hann þar eigin gerð og fiskverkun sem hann j-a st&an af miklum dugnaði og farnsýnL Magnús hóf snemma • sLipti af starfsemi Fiskifélags s ands, 1942 Var hann fyrst kos- inn á Fiskiþing og sat þar í 30 ár og í stjórn félagsins í mörg ár. Þeir, sem þar kynntust Magnúsi dáðust mjög að málflutningi hans íöllu þeim málumerhann barðist fyrir á sviði sjósóknar og fisk- vinnslu enda byggði hann á mikilli reynslu. Hann var ein- lægur og sannur Fiskifélagsmað- ur. Helgi Benónýsson fæddist á Stóru Drageyri í Skorradal. 23. apríl árið 1900. Ungur að árum aflaði Helgi sér menntunar til landbúnaðarstarfa og vann framan af æfi við þau störf. Hann gerðist útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum 1938 og rak þar lengi útgerð. Hann var trúnað- armaður F.í. frá 1951-67. Full- trúi á Fiskiþingi 1953- 67 og var formaður fiskideildarinnar í Vest- mannaeyjum um langt árabil. Helgi var traustur málsvari sinna atvinnugreina bæði í ræðu og riti. Einar Kristinn Guðfinnsson fæddist 17. maí 1898 að Litlabæ í Ögurhreppi í N.-ísafjarðarsýslu. Hann hóf kornungur sjósókn og var formaður við ísafjarðardjúp um hríð. Hann hóf vélbátaútgerð í Hnífsdal 1921, og stofnsetti eigið útgerðar- fiskverkunar- og verslunarfyrirtæki í Bolungarvík 1924. Einar var formaður fiski- deildanna á Vestfjörðum um margra ára skeið, sat Fiskiþing frá 1940-1975 og í stjórn Fiskifé- lags íslands í mörg ár. Okkur sem áttum því láni að fagna að kynn- ast höfðingjanum Einari Guð- finnssyni varð það hollur skóli. Með þessum félögum okkar eru horfnir svipmiklir persónu- leikar, ógleymanlegir þeim er kynntust. Þeir settu sterkan svip á samtíðina og mörkuðu ákveðin spor íslenskum sjávarútvegi til heilla. Frá því seinasta Fiskiþing var haldið í byrjun nóvembermán- aðar 1984 hafa 8 íslenskir sjó- menn látist við skyldustörf sín. Bið ég viðstadda að rísa úrsætum í virðingarskini við hina látnu. Á fjórðingsþingum og aðal- fundum fiskideilda undanfarnar vikur hefur farið fram kjör þing- fulltrúa til næstu fjögurra ára. Ýmsir félagar okkar, sem starfað hafa með okkur undanfarin ár, sumir í áraraðir, hafa ekki gefið kost á sér til endurkjörs. Ýmist vegna aldurs eða af öðrum ástæð- um. Égflytþeim þakkirokkarfyrir vel unnin störf í þágu Fiskifélags- ins og sjávarútvegsins og þá sem koma í þeirra stað býð ég vel- komna. Starfsemi Fiskifélags íslands er tvíþætt. Félagslega er það sjálf- stæð stofnun, Landsfélag alls sjáv- arútvegsins. Samkvæmt lands- lögum veitir félagið hinu opin- bera margvíslega þjónustu og er tengiliður stjórnvalda og sjávar- útvegs. Þetta starf er framkvæmt í hinum 7 starfsdeildum félagsins. Að þessu leyti er félagið opinber stofnun og heyrir undir sjávarút- vegsráðuneytið. Aðild að félagsmálastarfinu er í hinum ýmsu fiskidei Idum sem er að finna í 55 verstöðvum landsins og mynda fjórðungssambönd og sambandsdeildir. Seinustu tvö árin höfum við orðið varir við vaxandi starfsáhuga í deildum. Erindrekar og starfsmenn félags- ins hafa farið og blásið að glæðum í líflitlum deildum og stofnað nýjar í 11 verstöðvum, aðallega á Vesturlandi og Húna- ÆGIR-619
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.