Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 11
þessi breyting vel út, Hinsvegar yar hann óánægður með hversu l'tlu hún breytti fyrir áhöfn hans. Ef áhöfnin gæti ráðið meiru um veiðarnar og aukið samkeppnina við önnur skip, yrði það til þess að auka tekjur hennar. Af þeim sökum væri hann ekki fylgjandi núverandi stjórnun. í þessu dæmi koma fram hagsmunaárekstrar, sem ekki er auðvelt að leysa. Allir hljóta hinsvegar að vera sammála um að ein helsta leiðin til að auka tekjur þjóðarinnar sé að gera nteira úr því, sem við höfum milli l^anda. Vissulega er mikilvægt að skiptingin milli einstakra þjóðfé- lagshópa sé réttlát en sú barátta ntáekki koma í vegfyrirframfarir. Við skulum vera minnug þess að baráttan um tekjuskiptinguna hefur í reynd átt mestan þátt í því að gera íslendinga að skuldugri Nóð, og í hita leiksins vill það oft Bleymast að skuldirnar þarf að borga. Baráttan um skiptingu afl- ans getur einnig auðveldlega °r&ið til þess að gera minna úr Þv' sem býr í auðlindum hafsins °g gengið svo nærri fiskstofn- unum að seint verði bætt. Þótt einstaka skipshafnir og byggða- lög geti áreiðanlega bætt um fyrir Ser með auknu frjálsræði í veið- unum er hætt við að aðrir þurfi að Sjalda þess, hvort sem það verður a sama árinu eða síðar. Fiskveiðistefna, sem tekur ekki heildarhagsmuni fram yfir sér- l^agsmuni, framtíðarhagsmuni i^am yfir stundarávinning, er stefnuleysi. Stjórnmálamenn, Sem telja staðbundna hagsmuni ^ega þyngra en heildarhagsmuni Pjóðarinnar eru að bregðast skyldu sinni. Það er vissulega ^nikið á þá lagt, að standa gegn ^nargvíslegri kröfugerð og hags- jyunabaráttu, en sjálfstæði nverrar þjóðar byggist í reynd á ^ það sé gert. Undanlátssemi eiðir venjulega til upplausnarog ringulreiðin sem þá skapast getur haft alvarlegri afleiði ngar en menn vilja almennt hugsa til. Okkur hefur tekist á undan- förnum árum að skapa bærilega samstöðu um fiskveiðistefnuna. Fiskiþing hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum og ég treysti því að héðan muni koma mál- efnalegar niðurstöður eins og áður. Að undanförnu hafa gæði framleiðslunnar í sjávarútveg- inum verið í brennidepli. Það er ekki að undra þar sem mönnum hefur á síðari árum orðið æ Ijós- ara að fiskstofnarnir umhverfis landið eru takmörkuð auðlind. Vaxtarbroddur íslensks sjávarút- vegs til lengri tíma litið hlýtur því að liggja í að auka verðmæti aflans. Brýna nauðsyn ber til að bæta meðferð og gæði hans og spurningin er því hvaða leiðir eru vænlegar í þeim efnum. Fisk- veiðistjórnin stuðlartvímælalaust að bættri aflameðferð, þar sem menn geta ekki lengur bætt sér upp lakari gæði með því að auka stöðugt afla. Skýrslur Fiskifélags íslands um gæðaflokkun þorsk- aflans 1984 sýndu, að 851/2% fóru í fyrsta gæðaflokk saman- borið við rúmlega 80% árið áður. Gæðaflokkun 1985 virðist vera svipuðog 1984. Þettaeykurverð- mæti þorskaflans fyrir útveginn um nálægt 200 milljónir króna á ári miðað við núgildandi verðlag. Auðvitað er ekki hægt að full- yrða, að þessi breyting stafi ein- göngu af breyttri fiskveiðistjórn, en hún á hér hlut að máli og áreiðanlega er hægt að ná enn meiri árangri. Þau atriði sem mestu ráða um meðferð aflans, auk fiskveiði- stefnunnar, eru án efa verðlagn- ingarkerfi á ferskum fiski, gæða- mat við löndun og síðast en ekki síst þekking og reynsla þeirra sem við sjávarútveg starfa. Virkasta leiðin til að bæta aflameðferðina er án efa að gæði hans ráði meiru um verð en nú er. í því sambandi hafa menn horfttil þess hvort rétt sé eða mögulegt að breyta því verðkerfi sem nú ríkir og láta markaðslögmálin ráða meiru um fiskverð frá degi til dags. Það er engin tilviljun að fisk- verð hefur síðasta aldarfjórðung verið ákveðið hér á landi með samningum á vettvangi Verðlags- ráðs eða með eins konar gerðar- ÆGIR-623
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.