Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1987, Side 28

Ægir - 01.02.1987, Side 28
84 ÆGIR 2/87 íslenskt varðskip lagði þegar af stað frá Vestfjörðum og danskt varðskip, „Vædderen", statt í Þórs- höfn í Færeyjum einnig, en 15 tíma sigling var á slysstað. Einnig var Nimrod flugvél frá Skotlandi send í loftið kl. 2.25, sömuleiðis P-3 vél frá Keflavík og voru þær komnar á svæðið og til- kynnti Nimrod vélin kl. 4.18, að hún sæi einn fleka. Um kl. 10 um morguninn var kastað nýjum björgunarbáti úr Nimrodþotunni en björgunar- bátur skipbrotsmanna hafði skemmst þegar hann var sjósett- ur. Um kl. 13.50 hafði þyrlu af danska varðskipinu „Vædderen" tekist að bjarga 5 manns af 11 manna áhöfn „Suðurlands" en þrír höfðu látist um borð í björg- unarbátnum og aðrir þrír aldrei komist í bátana. Þeir sem fórust hétu: Sigurður Sigurjónsson, skip- stjóri, Breiðvangi 32, Hafnarfirði, fæddur 7. ágúst 1924, kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn. Hlöðver Einarsson, yfirvél- stjóri, Flúðaseli 90, Reykjavík, fæddur 11. nóvember 1945, kvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Sigurður L. Þorgeirsson, 2. stýrimaður, Grenilundi 33, Akur- eyri, fæddur 15. ágúst 1941, kvæntur og lætur eftir sig fjögur börn. Hafsteinn Böðvarsson, mat- sveinn, Langholtsvegi 178, Reykjavík, fæddur23. júlí 1930. Hann lætur eftir sig sambýlis- konu, aldraða móður og sex börn. Sigurður Ölver Bragason, há- seti, Fornósi 1, Sauðárkróki, fæddur 7. janúar 1965, ókvæntur og barnlaus. Svanur Rögnvaldsson, báts- maður, Ferjubakka 8, Reykjavík, fæddur 14. desember 1929, kvæntur og lætur eftir sig fimm börn. Sigurður Sigurjónsson Hlöðver Einarsson Sigurður L. Þorgeirsson Hafsteinn Böðvarsson Sigurður Ölver Bragason Svanur Rögnvaldsson M.S. Suðurland

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.