Ægir - 01.06.1990, Blaðsíða 14
298
ÆGIR
6/09
Adferöir
Sýnasöfnun fórfram í ísafjarðar-
djúpi með u.þ.b. mánaðar milli-
bili á tímabilinu 13.02/87-
12.02/88. Sýnunum var safnað á
9 stöðvum á sniði eftir endilöngu
Djúpinu (1. mynd).
Dýrasvifi var safnað í svokall-
aðan Bongo-háf (2. mynd), sem
dreginn var á ská frá yfirborði og
næstum niður á botn (u.þ.b. 5 m
frá botni) og svo aftur upp að yfir-
borði. Háfnum var slakað og hann
hífður meðan rannsóknaskipið
sigldi á u.þ.b. 2,5 sjómílna ferð.
Þvermál háfsins var 60 cm, en
möskvastærðin í netinu 0,3 mm.
Rúmmál sjávarins, sem háfurinn
síaði var mælt með flæðismæli í
opi háfsins. Svifsýnin voru varð-
veitt í formaldehýð-lausn þar til
úrvinnsla þeirra fór fram.
í rannsóknastofu voru rækju-
lirfur tíndar frá öðrum svifdýrum
og þær flokkaðar í þroskastig. Þá
var skjaldarlengd lirfanna (frá brún
augnakróks og að afturhliðarbrún
skjaldarins) mæld í flestum sýn-
um. Til að meta þéttleika þeirra í
sjónum voru allar fjöldatölur
staðlaðar miðað við 100 m3.
Á 3. mynd eru sýnd lirfustig
(nefnd „zoea" á fræðimáli) rækju.
Nýklaktar eru lirfurnar at'ar ólíkar
foreldrunum, en það tengist svif-
lægu lífi þeirra. Á meðan sviflæga
skeiðið varir hafa lirfurnar 5 skel-
skipti og við hver skelskipti líkjast
þær æ meira foreldrunum í öllu
öðru en stærð. Nýklaktar eru lirf-
urnar sagðar á lirfu- eða þroska-
stigi I (zoea I). Eftir fyrstu ham-
skiptin tekur við stig II (zoea II) og
þannig koll af kolli uns dýrin eru í
fáu frábrugðin fullorðnum dýrum.
Þegar síðasta lirfustigi sleppir
tekur við eitt svonefnt „mega-
lopa"-stig (3. mynd), en þá er
rækjan farin að synda með hala-
fótunum. Tiltölulega auðvelt er að
greina í sundur lirfustigin og því
má nota hlutfall þeirra í sýnunum