Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1990, Síða 16

Ægir - 01.06.1990, Síða 16
300 ÆGIR 6/90 fjarðardjúpi frá vorinu 1987 sýna að klak hafði ekki hafist um miðjan apríl (Unnur Skúladóttir, munnlegar upplýsingar), en það getur vel samrýmst okkar niður- stöðum um aðalklak í maí. í hlýrri sjó tekur þroskun eggja skemmri tíma og rækjulirfurnar klekjast þar fyrr út (Rasmussen 1953), t.d. klekjast lirfur um mánuði fyrr í Norðursjó (Allen 1959), Oslófirði (Hjort og Ruud 1938) og í Maine- flóa (Haynes og Wigley 1969). Það er þó ekki algilt að klakið verði fyrr um vorið á þeim haf- svæðum þar sem hitinn er hærri. Þannig virðist rækjan sleppa lirfum um mánuði seinna í hlýja sjónum við Eldey en í Djúpinu (Unnur Skúladóttir og Einar Jóns- son 1980), og við Vestur-Græn- land (Smidt 1979) og í Barentshafi (Lysy 1981), þar sem sjór er kald- ari, klekjast rækjulirfur á svip- uðum tíma og í ísafjarðardjúpi. Það er því ekki eingöngu hitinn sem veldur mismunandi klaktíma, heldur hafa greinilega aðrir þættir í umhverfinu einnig áhrif. í ísa- fjarðardjúpi var t.d. góð fylgni á milli klaks rækjulirfa og vorkomu plöntusvifsins í sjónum (7. mynd). Þegar fyrstu lirfurnar veiddust í apríllok var sjávarhiti nálægt lág- marki (um 2°C), en vorblómgun plöntusvifsins hafði þá hafist. Því er líklegt að það hafi verið vor- koma plöntusvifsins fremur en hit- inn sem ákvarðaði hvenær klak hófst. í Norðursjó virtist það einnig vera vorvöxtur plöntusvifs- ins sem réð mestu um það hvenær lirfurnar klöktust út (Allen 1966) og í Maine-flóa varð I. stigs lirfa vart í svifinu um svipað leyti og vorvöxtur plöntusvifsins hófst (Stickney og Perkins 1981). Þá gefur það og vísþendingu um mikilvægi plöntusvifsins fyrir klakið, að þegar klakið var í hámarki 13. maí, var hiti enn lágur (um 3°C), en blaðgrænu- magn í hámarki (um 7 mg/m'). Magn plöntusvifsins var síðan í lágmarki síðari hluta júní. Þá voru lirfurnar orðnar stærri og líklegt að dýrasvif færi að verða mikilvægari fæðuþáttur, en rannsóknir annars staðar frá sýna að rækjulirfur éta bæði plöntu- og dýrasvif (Stickney og Perkins 1981). Magn dýrasvifs í Isafjarðardjúpi var í hámarki síðari hluta júní og um miðjan ágúst (Ólafur S. Ástþórsson og Guð- mundur S. Jónsson 1988). Júní- hámarkið var að mestu leyti vegna hrúðurkarlalirfa og hugsanlegt er að það hafi nýst rækjulirfunum að einhverju leyti. Meginstraumurinn í ísafjarðar- djúpi liggur inn Djúpið að sunn- anverðu, en út að norðanverðu. Rækjulirfur virtust reka inn ísa- fjarðardjúp samtímis því að þær þroskuðust (4. mynd). Það gæti bent til þess að þær haldi sig tnest sunnan megin í Djúpinu, senl jafnframt ætti að tryggja lítið lirfe' rek þaðan út. Lítil veiði rækjulirf3 á þremur ystu stöðvunum bendk einnig til þess að lirfur reki Irf' inn og út úr Djúpinu. Þess vegr>a er líklegt að nýliðun rækjustofnS' ins í ísafjarðardjúpi sé ekki há innflutningi lirfa annars staðarfra- Eins og áður sagði gáfu niðun stöður þessara rannsókna til kynna að klak ætti sér aðallega stað í mal þegar hiti var nálægt lágmarki, en vorvöxtur plöntusvifsins í t>a' marki. Frekari rannsóknir, t>ar sem fylgst væri með þéttleik3 rækjulirfa og umhverfisskilyrðum 1 nokkur ár, svo og hvernig einstakn árgangar skila sér í veiðum seinna meir, virðast áhugaverðar því meö þeim mætti hugsanlega skiIgreina 6. mynd. Meðalskjaldarlengd (reiknuð út frá hlutföllum lirfustiganna ísýnunum) og lengdarbil hjá rækjulirfum í ísafjarðardjúpi frá apríl 1987 til febrúar 1988■

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.