Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1990, Blaðsíða 36

Ægir - 01.06.1990, Blaðsíða 36
320 ÆGIR 6/90 Ijósi þess að mjög mikill hluti karfaaflans er fluttur ísaður á erlenda ferskfiskmarkaði (27.276 tonn) eða frystur um borð í frysti- skipum (18.012 tonn). Samt sem áður eru einungis rækjan og grá- lúðan sem komast nærri karfanum hvað varðar aukningu verðmæta á síðustu tveim áratugum. Meðal- verð á kg af karfa var á síðasta ári 44.6 krónur, en meðal- verð á kg af þorskaflanum var ein- ungis 42.9 krónur, þannig að hvað aflaverðmæti varðar fékk útgerðin 4% meira fyrir kíló af karfa en fyrir kílóið af þorski. í dollurum talið var aflaverðmæti karfa 71.4 milljónir á árinu 1989, en var 73.9 milljónir dollarar á árinu 1988. Aflaverðmæti karfa nam 55.8 milljónum SDR árið 1989, en var 55.1 milljón SDR árið 1988, en það er aukning um 1.3%. Ef undan er skilin mikil aukning á útflutningi karfa á erlenda fersk- fiskmarkaði varð lítil breyting varðandi landshlutaskiptingu karfaaflans. Grálúða Umtalsverð aukning varð á afla grálúðu á árinu 1989. Alls veidd- ust 58.294 tonn á árinu á móti 49.049 tonnum á árinu 1988, eða aukning um 18.8%. Meðalársafli af grálúðu á áttunda áratugnum var 6.321 tonn, en meðalársafli grálúðu á níunda áratugnum var 34.323 tonn. Að ýmsu leyti gildir sama um grálúðu og karfa. Margir árgangar eru í veiðinni hverju sinni, þannig að líklegt virðist að hægt sé að stjórna veiðimagni af nokkru öryggi frá ári til árs. Lík- lega er þó langt í land með að jafnvægi náist milli afrakstursgetu grálúðustofnsins og sóknar í hann. Verðmæti grálúðuaflans var 2.895 milljónir króna á árinu 1989, en aflaverðmæti grálúðu nam 1.849 milljónum króna árið 1988, þannig að verðmæti grá- lúðuaflans jókst um rúmlega56%. I dollurum var verðmæti grálúðu- aflans 1989 50.7 milljónir, en árið 1988 var aflaverðmætið 42.9 milljónir dollara, sem er aukning aflaverðmæta í dollurum um 18.2%. í SDR var aukning verð- mæta enn meiri eða 23.7%, úr 32 milljónum SDR árið 1988 í 39.6 milljónir SDR árið 1989. Hvað aflaverðmæti varðar er grálúðan komin í fimmta sætið á eftir þorsk, karfa, ýsu og rækju. Hefur þvl orðið umtalsverð breyting á mikil' vægi tegunda á einum áratug, en aflaverðmæti karfa, grálúðu, rækju og ýsu var ekki jafnmikið samanlagt og aflaverðmæti loðn- unar einnar árið 1977. Nú skilat hinsvegar hver og ein þessarra teg- unda meira aflaverðmæti en loðnan. Landshlutaskipting grálúðuafla 1970-19741975-1979980-1984 1985 1986 1987 1988 1989 m Suöurland Reykjanes 1 1 Vesturland Vestflröir fiiiiil Noröurl. v. 1 1 Noröurl. e. &BS Austflröir lllllllll Erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.