Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1990, Blaðsíða 40

Ægir - 01.06.1990, Blaðsíða 40
324 ÆGIR 6/90 liti með reglum settum samkvæmt heimild í þeim lögum skulu þeir fylgjast með löndun, vigtun og vinnslu afla, enn fremur útflutn- ingi afla eða afurða eins og nánar er kveðið á í lögum þessum, reglu- gerðum settum samkvæmt þeim og í erindisbréfi. Eftirlitsmönnum er heimilt að fara í veiðiferðir með fiskiskipum og að fara um borð í skip til athug- unar á farmi og veiðarfærum. Enn fremurskal þeim heimill aðgangur að öllum vinnslusölum fiskverk- ana og birgðageymslum. 18. gr. Ráðherra skal með reglugerð ákveða sérstakt gjald - veiðieftir- litsgjald — fyrir veiðiheimildir sem veittar eru á grundvelli laga þess- ara eða annarra laga er kveða á um stjórn fiskveiða. Skal gjaldið renna til reksturs veiðieftirlits ráðuneytisins og skal upphæð þess miðast við að það standi undir rekstri eftirlitsins að hálfu. Gjald vegna tilkynningar um aflamark skal miðast við áætlað verðmæti þess aflamarks sem út- hlutað er. Skal ráðherra árlega áætla hlutfallslegt verðmæti ein- stakra tegunda í þessu skyni. Aldrei skal gjald samkvæmt þessari máls- grein vera hærra en 0,2% af áætl- uðu verðmæti þess afla sem afla- mark skips heimilar veiðar á, á komandi fiskveiðiári, vertíð eða veiðitímabili. Gjald fyrirhverja til- kynningu um aflamark skal þó aldrei vera lægra en 1.000 kr. og er sú fjárhæð grunntala er miðast við byggingarvísitölu í janúar 1991 og breytist í hlutfalli við þær breytingar sem síðar kunna að verða á henni. Fyrir veitingu almenns leyfis til veiða í atvinnuskyni og veiðileyía, sem veitt verða á grundvelli 2. mgr. 4. gr., skal greiða 5.000 kr. Ráðherra er heimilt að hækka gjaldið er nemur hlutfallslegri hækkun er kann að verða á vísi- tölu byggingarkostnaðar, sbr. 1. nr. 42/1987. Grunntaxti gjaldsins er miðaður við byggingarvísitölu í desember 1989, þ.e. 157,9 stig. Útgerð skips skal greiða fæði veiðieftirlitsmanna og sjá þeim endurgjaldslaust fyrir aðstöðu meðan þeir stunda eftirlitsstörf um borð. IV. KAFLI Viðurlög o.fl. 19. gr. Brot gegn ákvæðum laga þess- ara, reglum settum samkvæmt þeim eða ákvæðum leyfisbréfa varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Um mál þau, sem rísa út af brotum gegn lögum þessum, skal fara að hætti opinbera mála. 20. gr. Ráðuneytið skal beita ákvæðum laga nr. 32 19. maí 1976, um upptöku ólöglegs sjávarafla, vegna brota gegn þessum lögum eftir því sem við á. Ráðuneytinu er enn fremur heimilt, vegna brota á ákvæðum laga þessara, reglna settra sam- kvæmt þeim og leyfisbréfa, að svipta skip heimild til veiða í til- tekinn tíma og varða veiðar eftir leyfissviptingu m.a. upptöku skv. 1. mgr. Sama gildir verði vanskil á greiðslu andvirðis ólöglegs sjávar- afla sem sætt hefur upptöku. V. KAFLI Ýmis ákvæði. 21. gr. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. laga nr. 81 31. maí 1976, með áorðnum breytingum, skulu veiðar með vörpu heimilaðar á vannýttum fisktegundum á ákveðnum svæð- um samkvæmt reglum er ráðherra setur. 22. gr. Með lögum þessum eru felldar úrgildi 10., 13. og 14. gr. laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands. Jafnframt breytist 2. mgr. 2. gr. þeirra laga og orðist svo: íslenskum skipum eru bannaðar veiðar með botnvörpu og fl°|' vörpu í fiskveiðilandhelginni/ nema þar sem sérstakar heimild'r eru veittar til slíkra veiða í lögum þessum. 23. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi °8 koma til framkvæmda 1. janúar 1991. Ákvæði, er lúta að veiðum á öðrum tegundum sjávardýra en botnfiski, koma til framkvæmda við upphaf fyrstu vertíðar eða veiðitímabils eftir 1. janúar 1991 ■ Ákvæði til bráðabirgða. I. Við ákvörðun aflahlutdeildar við gildistöku laga þessara 11 veiða á botnfiski og úthafsraskju fyrir skip 10 brl. og stærri ska leggja til grundvallar úthlutun aflamarks á árinu 1990 samkvæmt rg. nr. 585 19. desember 1989/ um stjórn botnfiskveiða 1990, rg. nr. 586 19. desember 1989, um veiðar á úthafsrækju 1990. Fyrir hvert fiskiskip 10 brl. °§ stærra skal reikna aflamark í e,n stökum botnfisktegundum og ut hafsrækju til þorskígilda. Ráðherra skal með reglugerð ákveða ver mætahlutfall við þann útreikning- Fyrir hvern sóknarmarksflokk/sam kvæmt rg. nr. 585 19. desember 1989 skal síðan reikna meðalta s aflamark þessara tegunda sarnan lagt. Fyrir þau skip, sem samanlagt aflamark ofan hafa við meðaltal síns flokks, er aflamar hverrar tegundar á árinu 1990 ra andi við ákvörðun aflahlutdeildar- Fyrir þau fiskiskip, sem ha a samanlagt aflamark þessara teg unda undir meðaltali síns sóknar marksflokks, skulu hins vejj^r reiknaðar uppbætur á eldra at ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.