Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1991, Side 16

Ægir - 01.05.1991, Side 16
240 ÆGIR 5/9' Sjófrysting Því var spád í 5. tbl. Ægis í fyrra, að vöxtur sjófrystingar mundi minnka á komandi árum. Sú spá reynist að vísu rétt, en engu að síður eykur sjófrystingin hlut sinn í heildarafla. Meðalaukning afla til sjófrystingar á tímabilinu 1984-1988 var 57.5 % á ári. Aukning milli áranna 1988 og 1989 var hinsvegar 14.5% og á síðasta ári jókst sjófrystingin ein- ungis um 10.2 % frá fyrra ári. Er nú svo komið að rúmlega 108 þúsund tonn af botnfiski eru fryst á hafi úti og tæplega níu þúsund tonn af rækju. Alls nam afli í sjófrystingu rúmlega 119 þúsund tonnum og tekur sjófrystingin nú tii vinnslu næstum eins mikið magn af botn- fiski og fer til söltunar. Hinsvegar er tegundaskipting afla til sjófrystingar ólík tegundaskiptingu annarra vinnslugreina. Þannig er hlutdeild þorsks í sjófrystingu ólíkt minni en í öðrum helstu greinum botnfisk- vinnslunnar. Landaður afli eftir mánuðum Á meðfylgjandi línuriti sést hvernig landaður afli annarra teg- unda en loðnu og síldar skiptist eftir mánuðum á árinu 1990. Aflinn barst heldur jafnar á land eftir árstíðum en árið áður. Vetrarvertíðin 1989 var mjög góð eins og menn vafalaust minnast. T.a.m. náði Sigurjón Ósk- arsson og áhöfn hans á aflaskipinu Þórunni Sveinsdóttur frá Vestmanna- eyjum að setja nýtt aflamet á vetrar- vertíð, þegar þeir náðu 1.932 tonna afla. Eflaust hefur einnig áhrif til jafn- ara framboðs afla til vinnslu, að fyrir- fram var talið auðvelt fyrir flesta að ná því aflamarki sem þeim var út- hlutað á síðasta ári. Hvað heildar- aflamagn varðar þá var febrúar afla- sælasti mánuður ársins 1990, en þá bárust á land rúmlega 337 þúsund tonn af fiskl eðo ?2.4% afheildarafla ársins. Loðnuaflinn í febrúar var yfir 282 þúsund tonn. Loðnuveiðar síð- astliðið haustgengu lánsvegar afleit- lega og var aflinn á haustvertíðinni aðeins 83.655 tonn. t'f eingöngu er miðað við botnfisk, þa kom mestur afli á land í maímánuði um áttatíu þúsund tonn. Síðastliðið haust var talsvert Sjófrysting Þúsundir tonna 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 I Botnfiskur Rækja l:...I Annað Skipting afla eftir mánuðum (Afli annar en síld og loöna) 120 100 Þúsund tonn Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Agú Sep Okt Nóv Des Mánuður Heimlld: Flskliélao Islends 11989 11990 fjallað um slæm aflabrögð, en ekki er að sjá að mikill samdráttur hafi orðið í aflamagni á haustdögum 1990. Að vísu var afli óvenju litill í september, u.þ.b. rúmlega 42 þús- und tonn. Líklegt er, á kornat1 árum, að aflinn verði jafnari sn mánuðum, en það ræðst þó af P hvernig til muni takast með upP byggingu fiskstofnanna.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.