Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1991, Page 44

Ægir - 01.05.1991, Page 44
268 ÆGIR 5/91 Markaðsmál « > Markaðsmál « > Markaðsmál^ Heimsframleiðsla á mjöli og lýsi 1990 Ástand á markaðnum á árínu 1990 Árið 1990 einkenndist af minnkandi framleiðslu á lýsi og mjöli. Heildarframleiðsla á fisk- mjöli minnkaði þannig um 10% frá fyrra ári og framleiðsla lýsis dróst saman um 18% miðað við framleiðslu ársins 1989. Eins og fram kemur á línuriti 1, var fisk- mjölsframleiðsla heimsins 6.7 milljónir tonna á árinu 1989, en er áætluð rétt liðlega sex milljón tonn á síðasta ári. Verð á fiskmjöli og lýsi er um þessar mundir í lágmarki miðað við mörg undanfarin ár. Og að því viðbættu að olíuverð stórhækkaði á síðasta ári vegna Persaflóadeil- unnar, en olían er einn stærsti kostnaðarþáttur við framleiðslu þessara afurða, þá var rekstur þessa iðnaðar mjög erfiður um allan heim. Ástand markaðarins í upphafi árs 1991, gefur ekki miklar vonir um bata í atvinnugreininni. Til lengri tíma litið er þó ögn bjartara yfir. Áður hefur verið nefnt í Ægi, að aukning fiskeldis í heiminum hljóti fyrr eða síðar að valda verð- hækkunum á fiskmjöli og var nokkuð um þetta fjallað í ágætri grein Jóns Ólafssonar, Fiskmjöls- og lýsisframleiðslan 1990, í 3. tbl Ægis 1991. Einnig má nefna, að ef samkomulag næst í Úruguay-lotu samninga innan GATT, um stór- felldan niðurskurð á styrkjum til landbúnaðar, þá mun sá niður- skurður hafa afgerandi áhrif á samkeppnisstöðu fiskeldis og sennilega enn meiri bein og óbein áhrif til hækkunar á verði á fisk- mjöli. Fiskmjöl Á línuriti 1, er sýnd framleiðsla þriggja helstu framleiðenda fisk- mjöls í heiminum; Chile, Perú og Japans. Samdráttur framleiðsl- unnar um tæplega sex hundruð þúsund tonn milli áranna 1989 og 1990, stafar fyrst og fremst af sam- drætti í framleiðslu Chiles. Fram- leiðsla fiskmjöls í Chile árið 1990, dróst saman um 356.000 tonn frá fyrra ári, einnig var um talsverðan samdrátt í framleiðslu að ræða árið 1990 í Bandaríkjunum, Dan- mörku og í Noregi. Samdráttur framleiðslu fisk- mjöls í Chile kom til af minnkandi afla á sardínu, ansjósu og jack makríl, en þetta eru helstu teg- undir sem Chilebúar veiða Ú bræðslu. Samdrátturinn átti $er aðallega stað í norðanverðu land- inu þar sem ansjósuveiðar eru mestar. Ástæður aflasamdráttai eru ekki fyllilega Ijósar, en bent hefur verið á ofveiði sem líklega orsök og óska útgerðarmenn og sjómenn á svæðinu eftir að stjorn- völd komi á skipakvótum að íslenskri fyrirmynd. Aðrir vilja rekja ástæður aflabrestsins til breytinga í straumakerfi sjávar og breytingar á hinum þekkta El Nu1' ostraumi, séu enn að gera suðut- amerískum fiskimönnum grikk. Eftirspurn eftir fiskmjöli er sýnd á línuriti 2. Eftirspurnin fylg'r 8000 6000 Línurít 1. Heimsframleiðsla á fiskmjöli 1986-1990 Önnur Chile Perú Japan lönd ■■I l 1 55SS53S EvS2S3 Framleiðsla (1000 tonn) 2000 6720 6777 6700 6010 ■ ■ _mJ 1986 1988 Ár 1989 1990

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.