Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1991, Síða 33

Ægir - 01.09.1991, Síða 33
9/91 ÆGIR 477 Urntalsvert mark á rannsóknar- starfsemi tengda sjávarútvegi, og ratJnar furðu mikið miðað við þær ^stæður, sem líffræðiskor hafa Ver'ð búnar og þann stutta tíma Sern hún hefur útskrifað líffræð- 'nga. ' ijósi ofangreindra staðreynda er ekki laust við að maður verði nalf kvumsa við svo ekki sé meira Sagt að heyra þá skoðun að líf- ,r*ðiskor háskólans hafi ekki staðið sig sem skyldi að sinna °fuðatvinnuvegi landsins, sjávar- utvegi. f forustugrein Morgun- taðsins frá 23. júlí s.l., sem fjallar UlTI sjávarútveginn og háskólann, Se8'r t.d. „Þá hefur verið afar lítið Urn, að frá Líffræðistofnun Háskól- arts (hér mun átt við lífræðiskor, 'nnsk. A.l.) komi fólk til starfa við v's'ndastofnanir sjávarútvegsins öa í atvinnugreininni sjálfri." nnfremur: „Áæðri stigum mennt- Unar virðist hins vegar afar tak- ^3'kaður áhugi fyrir menntun á sviði ^ssarar sjavarutvegs. Höfundur forustugreinar hefur illa kynnt sér málin eða að öðrum kosti verið mataður á villandi upp- lýsingum. Vissulega þarf að efla líffræðiskor, bæði á sviði sjávarlíf- fræði og annarra greina. Að þessu hafa starfsmenn líffræðiskorar unnið sleitulaust undanfarin rúm 20 ár. Árangurinn hefði mátt vera mun meiri, en ég fullyrði að í bar- áttunni við fjárveitingarvaldið hefur sjávarlíffræðigreinum vegnað a.m.k. jafnvel og öðrum greinum. Stöku sinnum hafa jafnvel orðið framfarastökk, og má nefna tilurð dósentsstöðu í sjávarlíffræði og til- komu rannsókna- og kennslubáts- ins Mímis RE 3. Nú hafa stjórn- málamenn að vísu komið því til leiðar, að afnot líffræðiskorar af Mími verða mun erfiðari en áður, og þannig í raun fært sjávarlíf- fræðikennslu við háskólann mörg ár aftur í timann. Eitt stærsta skrefið sem unnt væri að taka til þess að auka veg sjávarlíffræðinnar við Háskóla íslands væri að fá háskólanum til umráða rannsóknar- og kennslu- skip búið til úthafsrannsókna. Við háskóla í nágrannalöndum okkar austan hafs og vestan þykja slík umráð sjálfsögð. Má hér nefna sem dæmi að Háskólinn í Bergen hefur til umráða 500 tonna skip, Hákon Mosby. Annað afar mikil- vægt atriði er fjölgun fastra kennara á sviði sjávarlíffræði. Um væri að ræða stöður til dæmis í hagnýtri fiskifræði, uppsjávarlíf- fræði, flokkunarfræði sjávardýra, þörungafræði og fleiri sviðum. Ekki sakar að geta þess að lokum, að húsnæði það sem notað hefur verið frá byrjun til kennslu í sjáv- ariíffræðigreinum og mörgum öðrum greinum líffræðinnar er lítið og afar ófullkomið, fjarri mið- stöð háskólans, og raunar að miklu leyti ónýtt! Úr þarf að bæta, en því miður bólar lítið á framtíð- arlausn. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. VEIST ÞÚ Að krafan í dag er að allar vogir °g mælitæki sem notuð eru við viðskipti skulu vera löggilt? Er vogin þín löggilt? Er mælirinn þinn löggiltur? Gættu að því! Nákvæmni, þekking, gæði i LÖGGILDINGARSTOFAN The lcelandic Bureau of Legal Metrology & SÍÐUMÚLA13 • PÓSTHÓLF 8114 - ÍS-128 REYKJAVÍK SÍMI 91-681122

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.