Ægir - 01.05.1992, Blaðsíða 22
238
ÆGIR
5/92
aö magni á síðasta ári. Sveiflur
útflutnings sjávarafurða að því er
varðar verðmæti í dollurum og
SDR voru skýrðar í síðasta töflu-
blaði, það er raunverulegt verð-
mæti útfluttra sjávarafurða
sveiflast ekki svona mikið heldur
er þarna um að ræða sýndar-
breytingar sem stafa að mestu
leyti af miklum breytingum á
gengi dollarsins á valdatíma
Reagans. Um hrun útflutningsins
að magni var fjallað að framan.
Á afkomutölum fiskvinnslunn-
ar á síðasta ári virðist augljóst að
samkeppni vinnslunnar um hrá-
efnið hefur hækkað hráefnisverð
meira en atvinnugreinin þolir
þegar til lengri tíma er litið.
Samkeppni um fiskinn við er-
lenda og innlenda keppinauta
hlýtur þegar til lengdar lætur að
leiða til að jat'nvægis í verði sem
gerir fiskvinnslunni kleift að
skila eigendum sínum sama arði
og annar atvinnurekstur í land-
inu. Þangað til jafnvægi næst
mun reyna mjög á starfsmenn og
eigendur í þessari atvinnugrein.
Sé litið til annarra vinnslu-
greina en frystingar þá minnkaði
afli sem fór til annarrar verkun-
ar. Einkanlega virðist staða nið-
ursuðuiðnaðarins vera erfið síð-
ustu árin. Með lækkandi raun-
gengi á þessu ári og því næsta
mun hagur þessarar atvinnu-
greinar og annarra greina fisk-
vinnslunnar, sem mest auka
virðisauka aflans, hinsvegar
batna að öðru óbreyttu. Augljós-
lega verður ekki undan því vikist
að knýja raungengi krónunnar
langt niður og þá sérstaklega í
Ijósi þess að verulegur samdrátt-
ur þorskafla á næsta fiskveiðiári
liggur í loftinu um þessar mund-
ir.
Því hefur oftsinnis verið spáð í
Ægi á undanförnum mánuðum
að botnfiskverð fari að lækka á
erlendum mörkuðum og sú
verðlækkun virtist reyndar vera
að koma fram á fyrstu mánuðum
yfirstandandi árs. Þessi spá hefur
verið byggð á ört vaxandi
þorskafla Norðmanna á yfir-
standandi ári og fyrirsjáanlegri
aflaaukningu þeirra á næstu
árum. Auk þess var gert ráð fyrir
vióreisn þorskfiskstofna í Norð-
ursjó. Einnig var gengið út frá
því að þorskkvóti íslendinga
væri kominn í lágmark á fisk-
veiðiárinu 1991/1992 og sömu-
leiðis var áætlað að afli við
Kanada yrði að mestu óbreyttur
allra næstu ár. Breyttar forsendur
í dag gefa ástæðu til að endur-
skoða spá um fallandi verð á
botnfiski. Nú er t.a.m. útlit fyrir
að aflamark þorsks á íslandsmið-
um verði minnkað á næsta ári,
en áður var gengið út frá tak-
mörkun þorskafla við u.þ.b. 250
þús. tonn allt til ársins 1995.
Kvóti hefur þegar verið minnk-
aöur við Kanada og gera rná ráð
fyrir að Norðmenn fari gætilega i
að auka afla og hátt fiskverö
mun draga úr þrýstingi á norsk
og rússnesk stjórnvöld til kvota-
aukningar. Stórir ónýttir eða
vannýttir botnfiskstofnar á fjar'
lægum miðum, sem koma í stað-
inn fyrir þorsk á fiskmörkuðurn,
virðast álíka langt út úr mynd-
inni og El Dorado. Stærsti botn-
fiskstofn veraldar, Alaskaufsinn,
sem er helsti staðgengill þorsks-
ins á mörkuðum, er í svipaön
stöðu og þorskstofnar N-Atlants-
hafsins. í Ijósi þessa virðist ekki
líklegt að verðfall verði á botn-
fiskafurðum á næstunni.
Magn og viröi útflutnings
1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991
I Magn (þús. tonna) Viröi (millj. SDR) CIDviröi (mlll). doll.)
Fiskifélag Islands
Skipting útflutnings sjávarafurða
eftir markaðssvæðum (Verðmæti)
ANNAD 5%
ASlA 8%
—•— aí>
■jj ■jj
Wu
1990 1991
ANNAD 2%
ASlA 10*