Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1992, Blaðsíða 22

Ægir - 01.05.1992, Blaðsíða 22
238 ÆGIR 5/92 aö magni á síðasta ári. Sveiflur útflutnings sjávarafurða að því er varðar verðmæti í dollurum og SDR voru skýrðar í síðasta töflu- blaði, það er raunverulegt verð- mæti útfluttra sjávarafurða sveiflast ekki svona mikið heldur er þarna um að ræða sýndar- breytingar sem stafa að mestu leyti af miklum breytingum á gengi dollarsins á valdatíma Reagans. Um hrun útflutningsins að magni var fjallað að framan. Á afkomutölum fiskvinnslunn- ar á síðasta ári virðist augljóst að samkeppni vinnslunnar um hrá- efnið hefur hækkað hráefnisverð meira en atvinnugreinin þolir þegar til lengri tíma er litið. Samkeppni um fiskinn við er- lenda og innlenda keppinauta hlýtur þegar til lengdar lætur að leiða til að jat'nvægis í verði sem gerir fiskvinnslunni kleift að skila eigendum sínum sama arði og annar atvinnurekstur í land- inu. Þangað til jafnvægi næst mun reyna mjög á starfsmenn og eigendur í þessari atvinnugrein. Sé litið til annarra vinnslu- greina en frystingar þá minnkaði afli sem fór til annarrar verkun- ar. Einkanlega virðist staða nið- ursuðuiðnaðarins vera erfið síð- ustu árin. Með lækkandi raun- gengi á þessu ári og því næsta mun hagur þessarar atvinnu- greinar og annarra greina fisk- vinnslunnar, sem mest auka virðisauka aflans, hinsvegar batna að öðru óbreyttu. Augljós- lega verður ekki undan því vikist að knýja raungengi krónunnar langt niður og þá sérstaklega í Ijósi þess að verulegur samdrátt- ur þorskafla á næsta fiskveiðiári liggur í loftinu um þessar mund- ir. Því hefur oftsinnis verið spáð í Ægi á undanförnum mánuðum að botnfiskverð fari að lækka á erlendum mörkuðum og sú verðlækkun virtist reyndar vera að koma fram á fyrstu mánuðum yfirstandandi árs. Þessi spá hefur verið byggð á ört vaxandi þorskafla Norðmanna á yfir- standandi ári og fyrirsjáanlegri aflaaukningu þeirra á næstu árum. Auk þess var gert ráð fyrir vióreisn þorskfiskstofna í Norð- ursjó. Einnig var gengið út frá því að þorskkvóti íslendinga væri kominn í lágmark á fisk- veiðiárinu 1991/1992 og sömu- leiðis var áætlað að afli við Kanada yrði að mestu óbreyttur allra næstu ár. Breyttar forsendur í dag gefa ástæðu til að endur- skoða spá um fallandi verð á botnfiski. Nú er t.a.m. útlit fyrir að aflamark þorsks á íslandsmið- um verði minnkað á næsta ári, en áður var gengið út frá tak- mörkun þorskafla við u.þ.b. 250 þús. tonn allt til ársins 1995. Kvóti hefur þegar verið minnk- aöur við Kanada og gera rná ráð fyrir að Norðmenn fari gætilega i að auka afla og hátt fiskverö mun draga úr þrýstingi á norsk og rússnesk stjórnvöld til kvota- aukningar. Stórir ónýttir eða vannýttir botnfiskstofnar á fjar' lægum miðum, sem koma í stað- inn fyrir þorsk á fiskmörkuðurn, virðast álíka langt út úr mynd- inni og El Dorado. Stærsti botn- fiskstofn veraldar, Alaskaufsinn, sem er helsti staðgengill þorsks- ins á mörkuðum, er í svipaön stöðu og þorskstofnar N-Atlants- hafsins. í Ijósi þessa virðist ekki líklegt að verðfall verði á botn- fiskafurðum á næstunni. Magn og viröi útflutnings 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 I Magn (þús. tonna) Viröi (millj. SDR) CIDviröi (mlll). doll.) Fiskifélag Islands Skipting útflutnings sjávarafurða eftir markaðssvæðum (Verðmæti) ANNAD 5% ASlA 8% —•— aí> ■jj ■jj Wu 1990 1991 ANNAD 2% ASlA 10*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.