Ægir - 01.05.1992, Blaðsíða 56
272
ÆGIR
5/92
i i NY á
FISKISKIP >
Örfirísey RE 4
Nýr skuttogari bættist við fiota Reykvíkinga 19.maí,
er Örfirisey RE 4 kom i fyrsta sinn til heimahafnar.
Skuttogari þessi sem áður hét Polarborg I, er
keyptur notaður frá Færeyjum, en er smíðaður árið
1988 (afhentur í febrúar) hjá Sterkoder Mek.
Verksted A/S, Kristiansund í Noregi, smíðanúmer
113 hjá stöðinni.
Örfirisey RE er systurskip Höfrungs III AK sem
bættist við flotann í febrúar sl. (sjá 4. tbl. '92). Skipin
eru smfðuð eftir nákvæmlega sömu teikningu og
samsvarandi véla- og tækjabúnaður með örfáum
undantekningum. Fyrirhugað er að setja nyjð
vinnslulínu í skipið og breyta ibúðum, en í dag er
skipið búið til heilfrystingar á karfa og grálúðu. Skipid
kemur í stað Elínar Þorbjarnardóttur ÍS 700 (1482).
375 rúmlesta skuttogara, sem smíðaður var í Stálvik
hf. árið 1977. Jafnframt hverfa úr rekstri á móti þessö
skipi Röst SK 17 (1044), 305 rúmlesta tveggja þilfera
stálfiskiskip, smíðað árið 1967, og Akurey SF 122
(2), 86 rúmlesta eikarbátur, smfðaður árið 1963.
Örfirisey RE er í eigu Granda hf., ReykjaviF
Skipstjóri á skipinu er Trausti Egilsson og yfirvélstj°rl
Helgi Sigurjónsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er
Brynjólfur Bjarnason.
Séð frameftir skipi frá toggálgapalli. Ljósmyndir með grein: Tæknideild / JS.