Ægir - 01.05.1992, Blaðsíða 65
5/92
ÆGIR
281
Línurit 1
ÝSA
Stærð ýsustofnsins árin 1980-1993 og áhrif
niismunandi aflahámarks á áætlaða stærð hans
°g a<^ 6r a<^ tveir góðir árgangar af ýsu, frá 1989
njgstu . seu ne 1 uppvexti og komi inn í veiðina á
vextjU arum- Hrygningastofninn er talinn í miklunt
triark 6n ^ataannsóknastofnun leggur til að aflahá-
uncj ^su a næsta fiskveiðiári verði aðeins 60 þús-
stofnL°nn Sem Þó er 10 þúsuncl tonnum meira en
tilig n'n ta8Ói til fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Að
vegna f Um ^átnarksafla af ýsu eru ekki hærri er
samsetningar veiðistofnsins. Árgangarnir frá
1989 og 1990 eru að sjálfsögðu lítt vaxnir ennþá til
að njóta þeirrar fremdar að lenda á diskum neytenda
og munu gefa betur í aðra hönd ef þeir eru veiddir
nokkru eldri og miklu þyngri. Á línuriti 1, er sýnd
þróun veiði- og hrygningastofns ýsu á tímabilinu
1980-1993 og áhrif 50, 60 og 70 þúsund tonna
veiði á næsta fiskveiðiári á áætlaða stærð stofnsins
1993 og 1994.
Ufsi
Talið er að nokkuð magn af ufsa hafi gengið aust-
an um haf á íslandsmið á síðasta ári og er ástand
stofnsins gott og mun betra en ætlað var. Er ufsa-
stofninn í ársbyrjun 1992 metinn 95 þúsund tonnum
stærri en fram kom í skýrslu um ástand fiskstofna
1991. Leggur Hafrannsóknastofnun til 80 þúsund
tonna aflahámark á næsta fiskveiðiári sem er 10 þús-
und tonna aukning frá tillögu fyrra árs. Á línuriti 2,
sést þróun veiði- og hrygningarstofns ufsa
1980-1993 og áhrif 70, 80 og 90 þúsund tonna afla
á næsta fiskveiðiári á stofnstærð ufsans 1994 og
1995.
Karfi og grálúða
Stofnar gullkarfa, djúpkarfa og grálúðu eru taldir í
þokkalegu jafnvægi. Leggur Hafrannsóknastofnun til
30 þúsund tonna veiði af grálúðu sem er 5 þúsund
tonna hækkun frá tillögum fyrir yfirstandandi fisk-
veiðiár. Stofnunin leggur til að afli af djúpkarfa og
gullkarfa fari ekki yfir 90 þúsund tonn, sem er sama
magn og tillaga stofnunarinnar frá í fyrra gerði ráð
Línurit 3
GRÁLÚÐA
Stærð grálúðustofnsins árin 1980-1993 og áhrif
mismunandi aflahámarks á áætlaða stærð hans
1994-1995.