Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1992, Blaðsíða 20

Ægir - 01.05.1992, Blaðsíða 20
236 ÆGIR 5/92 Meðalverð og hlutfallsleg skipting útflutningsins eftir vinnsluaðferðum í 3. tbl. Ægis 1992 var birt yf- irlit yfir útflutninginn og hver verðþróun var eftir vinnsluað- ferðum. Á meðfylgjandi mynd- um eru sömu upplýsingar settar fram á myndrænan hátt auk þess sem birt er yfirlit yfir þróun út- flutningsins til lengri tíma. Mesta breytingin í þróun útflutnings sjávarafurða á síðasta ári, ef undan er skilin hefðbundin sveifla í útflutningsverðmætum fiskmjölsiðnaðarins, var minnk- andi útflutningur ísfisks. Á síð- asta ári minnkaði munur á fisk- verði innanlands og markaðs- verði á ísfiskmörkuðum erlendis. Ekki stóð á viðbrögðum útgerðar við hlutfallslega hækkandi verði innanlands. Stórlega dró úr út- flutningi ísfisks og voru einungis flutt út rúmlega 106 þúsund tonn af ísvöróum botnfiski á ár- inu 1991, á móti rúmum 136 þúsund tonnum áriö áður. (Hér er miðað viö magn úr sjó, þ.e. óslægðan fisk með haus.) Á móti minnkandi útfl'utningi ísfisks jókst magn botnlægra tegunda í landfrystingu úr rúmum 311 þúsund tonnum í liðlega 322 þúsund tonn auk þess sem afli botnlægra tegunda sem frystar voru í hafi jókst úr rúmlega 117 þúsund tonnum í tæplega 134 þúsund tonn. (Þegar talað er um „botnlægar tegundir" er átt við allar tegundir sjávarfangs aðrar en loðnu og síld.) Á mynd sem sýnir breytingar á verði per kg af útfluttum frystum fiski er sýnd umtalsverð hækkun á afurðum frystingarinnar, eða tæplega 13% hækkun mæld í SDR. Ekki er raunhæft að færa þessa hækk- un yfir á frystinguna í heild. T.a.m. minnkaði frysting síldar umtalsvert milli ára, en þar er um hlutfallslega verðlitla afurð að ræða og á móti kom lækk- andi verð á landfrystri rækju. Vafalaust var það samt svo að BOSCH ÞJÓNUSTA DIESELVERKSTÆÐI VARAHLUTAÞJÓNUSTA ÁRATUGA ÞEKKING OG REYNSLA í STILLINGUM OLÍUKERFA DIESELVÉLA MEÐ 12 STROKKA BOSCH STILLIBEKK BRÆÐURNIR ÐJOKMSSONHF LÁGMÚLA9, SÍMI 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.