Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1992, Page 20

Ægir - 01.05.1992, Page 20
236 ÆGIR 5/92 Meðalverð og hlutfallsleg skipting útflutningsins eftir vinnsluaðferðum í 3. tbl. Ægis 1992 var birt yf- irlit yfir útflutninginn og hver verðþróun var eftir vinnsluað- ferðum. Á meðfylgjandi mynd- um eru sömu upplýsingar settar fram á myndrænan hátt auk þess sem birt er yfirlit yfir þróun út- flutningsins til lengri tíma. Mesta breytingin í þróun útflutnings sjávarafurða á síðasta ári, ef undan er skilin hefðbundin sveifla í útflutningsverðmætum fiskmjölsiðnaðarins, var minnk- andi útflutningur ísfisks. Á síð- asta ári minnkaði munur á fisk- verði innanlands og markaðs- verði á ísfiskmörkuðum erlendis. Ekki stóð á viðbrögðum útgerðar við hlutfallslega hækkandi verði innanlands. Stórlega dró úr út- flutningi ísfisks og voru einungis flutt út rúmlega 106 þúsund tonn af ísvöróum botnfiski á ár- inu 1991, á móti rúmum 136 þúsund tonnum áriö áður. (Hér er miðað viö magn úr sjó, þ.e. óslægðan fisk með haus.) Á móti minnkandi útfl'utningi ísfisks jókst magn botnlægra tegunda í landfrystingu úr rúmum 311 þúsund tonnum í liðlega 322 þúsund tonn auk þess sem afli botnlægra tegunda sem frystar voru í hafi jókst úr rúmlega 117 þúsund tonnum í tæplega 134 þúsund tonn. (Þegar talað er um „botnlægar tegundir" er átt við allar tegundir sjávarfangs aðrar en loðnu og síld.) Á mynd sem sýnir breytingar á verði per kg af útfluttum frystum fiski er sýnd umtalsverð hækkun á afurðum frystingarinnar, eða tæplega 13% hækkun mæld í SDR. Ekki er raunhæft að færa þessa hækk- un yfir á frystinguna í heild. T.a.m. minnkaði frysting síldar umtalsvert milli ára, en þar er um hlutfallslega verðlitla afurð að ræða og á móti kom lækk- andi verð á landfrystri rækju. Vafalaust var það samt svo að BOSCH ÞJÓNUSTA DIESELVERKSTÆÐI VARAHLUTAÞJÓNUSTA ÁRATUGA ÞEKKING OG REYNSLA í STILLINGUM OLÍUKERFA DIESELVÉLA MEÐ 12 STROKKA BOSCH STILLIBEKK BRÆÐURNIR ÐJOKMSSONHF LÁGMÚLA9, SÍMI 38820

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.