Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 12
12 LOÐNUVEIÐAR Ekki var talin vissa fyrir því hvort loðnan sem var í Græn- landssundi í október (81 þús. tonn) væri inni í þessari mælingu en nokkuð öruggt var talið að 20 þús. tonn sem mældust þá við Austur-Grænland hafi ekki verið með. Loðnufregnir af Vestfjarða- miðum í desember benda þó til þess að loðnan í Grænlandssundi hafi verið undir ís er mælingin var gerð. Ef loðnunni sem mældist í október í Grænlandssundi og við Austur-Grænland er bætt við nóv- embermælinguna yrði niðurstað- an sú sem sýnd er í 2. töflu innan sviga. Loðnudreifingin í nóvember var í flestu lík því sem hún var mán- uði fyrr. Mest af fullorónu loðn- unni var enn úti af vestanveróu Norðurlandi blönduð ungloðnu og við kantinn úti af Norðaustur- landi var nánast eingöngu 1 árs ungloðna. Hlutfall eldri (1988) árgangs í veiðistofninum var ennþá mjög lágt eða um 8% og í heildina var árgangaskipunin svipuð og í mæl- ingunni í október. Með tilliti til þessarar mælingar lagði Hafrannsóknastot’nunin til 200 þús. tonna viðbót við þann kvóta sem áður hafði verið ákveð- inn en jafnframt yrði svæðislokun ennþá í gildi til verndar smá- loðnu. 1.4. Vetrarmælingarnar í janúar-mars Það hefur verið venja að endur- mæla stærð hrygningarstofnsins fyrir Suðaustur-, Austur- og Norð- urlandi í janúar/febrúar eftir að hann hefur skilist frá ókynþroska hluta stofnsins á göngu sinni á hrygningarstöðvarnar. Enda þótt vetrarmælingarnar hafi oftast ver- ið í góðu samræmi við þær haust- mælingar sem álitnar voru mark- tækar eru á því undantekningar. í þeim tilvikum hafa vetrarmæling- 1992 arnar gefið stærri stofn og ver'^ taldar áreiðanlegri. Vetrarmælin8j arnar ættu því að minnka IfkLir 3 að stofninn sé vannýttur en verri jafnframt öryggisventill gegn P'1 að gengið sé of nærri hrygningar stofninum. Rannsóknaskipin Árni Friðrikj’ son og Bjarni Sæmundsson held til loðnurannsókna 3. janúan Mælingar hófust 6. janúar vl Suðausturland, en þá var frem5tl hluti loðnugöngunnar kominn suður að 64°20'N, og lauk 2 janúar úti af Vestfjörðum. Leiðat línur og stöðvar eru sýndar a • mynd en útbreiðsla og hlutfallsje^ mergð loðnunnar og sjávarhiti 50 m dýpi á 9. og 10. mynd. Ha ís hindraði að hægt væri a kanna hluta af Grænlandssun og slæmt veður kom í ve§, ^ könnun á svæðinu frá Víkurál 3 Dohrnbanka. Fyrir Austurlan^1 varð að gera stutt hlé á mælUt’ um vegna veðurs en að öðru te1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.