Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 18
18 LOÐNUVEIÐAR 1992 því varlega. Þegar kvótaviðbótin kom svo í janúar, á sama tíma og heimsmarkaðurinn var byrjaður að dala og litlar fyrirframsölur höfðu verið gerðar, gerðist það sem við var að búast og hefur gerst áður. Loðnumjöl íslendinga féll mun meira og hraðar niður en heimsmarkaðurinn. Stafar þetta mikið til af því að flestar íslenskar loðnuverksmiðjur eru ekki búnar undir mikla birgðasöfnun og er- lendum kaupendum er það full- Ijóst. Þegar vel veiðist og fram- leiðsla er mikil neyðast framleið- endur oft til að selja á lægra verði en þeir kjósa, einungis til að rýma fyrir nýrri framleiðslu. Þetta er vandi sem finna þarf lausn á. Einnig er það allri markaðssetn- ingu verksmiðjanna fjötur um fót hvernig loðnuvertíðirnar hafa dregist saman þannig að fram- leiðslan stendur yfir einungis 2-3 mánuði á ári og síldarvertíð stend- ur yfir á sama tíma. Vonandi verð- ur einhver breyting hér á, sam- hliða bjartari horfum um magn loðnu sem verður í hrygningar- stofninum næstu vertíðir. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags ísl. fiskmjölsframleiðenda. . SJÓMENN! UTGERÐARMENN! / Erum með matvörur ög hreinlætisvörur i úrvali! Til þjónustu reiðubúin allan sólarhringinn! Kvöld- og helgarsímar: 91-71505, 91-71707, 91-71645. MATSVEINAR! Ásgeir kemur á bryggjuna. Verslunarfélagið Ásgeir sf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.