Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 16
16 LOÐNUVEIÐAR 1992 Jón Ólafsson: Verðþróun mjöls og lýsis Verðmæti loðnuafurða, þ.e. mjöls og lýsis, ráðast af heims- markaðsverði. Aðrir þættir hafa einnig áhrif á verðið, svo sem veiði og horfur íslendinga og sam- keppnisaðila og þar með framboð. Einnig hefur eftirspurn kaupenda að sjálfsögðu mikil áhrif á verð. Fiskmjöl á í stöðugri og harðvít- ugri baráttu við afurðir úr jurtarík- inu og þá helst sojamjöl. Lýsið keppir vió pálm- og sojaolíur. Framleiðsla fiskmjöls og lýsis er einungis brot af árlegri framleiðslu afurða jurtaríkjsins. Síðustu ár hef- ur árleg framleiðsla fiskmjöls verið milli 6-7 milljónir tonna, en á sama tíma hefur einungis fram- leiðsla sojamjöls verið tífalt mein- Árleg lýsisframleiðsla í heiminurn hefur verið síðustu ár milli 1,4-17 milljón tonn en pálmolíu- og soja- olíuframleiðslan samanlagt hefur vaxið úr rúmum 20 milljónum tonna ársframleiðslu í tæp 30 milljón tonn síðustu ár. hetta sýnir að vegna magns er fiskmjöls- og lýsisframleiðslan algerlega bundin því verði sem fæst á hverjum tfma fyrir jurtaafurðirnar. Á mynd 1 er verðþróun 65% próteina fiskmjöls (S-Ameríku- mjöl) borin saman við verðþróun 44% próteina sojamjöls frá árinu 1984 fram á rnitt yfirstandandi ár. I báðum tilfellum er verð 1 US$/tonn. Myndin sýnir vel verðsveiflur sem iðnaðurinn býr við. Þar sést greinilega verðhækk- un mjöls sem hófst í ársbyrjun 1987 og náði hámarki um mitt ár 1988. Á þeim tíma var uppgangur i fisk- og loðdýraeldi, en báðar þær greinar eru háðar fiskmjöli til fóðurgerðar. Þegar fiskmjöl skilur sig svo mikið frá verði samkeppn' ismjöls, t.d. sojamjöls, sem raunin varð á þessum tíma skipta allir þeir notendur sem möguleg3 koma því við yfir í verðlægri mjöl' tegundir. Notkun fiskmjöls dregst því saman og verð lækka. F’vl

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.