Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1993, Side 16

Ægir - 01.02.1993, Side 16
Tafla II Ávöxtunarkrafa Möguleiki 5% 10% 15% 20% IRR I 160 38 -42 -96 12,1% II 263 74 -42 -122 13,0% III 500 46 -217 -375 10,7% Taflan sýnir samanburð þriggja mismunandi fjárfestingarkosta. IRR eru innri vextir, eða með öðrum orðum þeir vextir sem hver fjárfest- ingarmöguleiki getur staðið undir. þ.e. við höfum tapað þeim 350 milljónum sem við lögð- um upp með og gott betur. Við þessar aðstæður er nýtt eða nýlegt frystiskip lítils virði því það stendur ekki undir fjárfestingunni. Háir vextir skýra því meðal annars lágt endursöluverð nýlegra skipa. En gætum líka að því að sveiflan úr stórkostlegum ábata í gífurlegt tap er langsam- lega mest í frystitogararekstrinum að því gefnu að ekkert breytist nema ávöxtunarkrafan. Þetta sést glögglega á mynd. Myndin sýnir vel hversu fjárfrek fjárfesting er áhættu- söm og næm fyrir vaxtastigi. Kaup frystitogarans eru aug- Ijóslega gífurlega áhættusöm. Hér er vert að hafa í huga að ekkert breytist nema vextirnir. Fari saman tekjusamdráttur og vaxtahækkun getur hver og einn gert sér í hugarlund breyttar niðurstöður. Kaup nýlega ísfisktogarans, mögu- leiki II, er vænlegur kostur þegar ávöxtunarkrafan er kom- in upp í 10%. Við núverandi aðstæður á íslenskum fjár- magnsmarkaði eru 10% raunvextir nálægt almennum skuldabréfavöxtum og sú ávöxtunarkrafa því alger lág- markskrafa. Hér er vert að benda á innri vexti fjárfesting- armöguleikanna. Rekstur frystitogarans gefur lægstu innri vextina eða 10,7%. Fari almennir raunvextir yfir þá pró- sentu, að öllu öðru óbreyttu, erum við farin að rýra auð okkar. Ef við gefum okkur 10% sem ávöxtunarkröfu þá eru kaup ísfisktogarans vænlegasti kosturinn. Við höfum auk- ið auð okkar um 74 milljónir með þeirri ákvörðun. Það er ekki ónýtt dagsverk. Næst besti kosturinn virðist vera að kaupa frystitogarann. En hér leynist gildra. Möguleikar I og III hafa mismunandi líftíma. Til að fá fullnægjandi samanburð verðum við að leiðrétta fyrir því. Það er gert þannig að við gerum ráð fyrir því að að loknum endingar- tíma fjárfestingarinnar gerum við ráð fyrir því að okkur bjóðist endurfjárfesting með sambærilegum ábata. Við lát- um peningana ekki hætta að vinna fýrir okkur. Með þeirri leiðréttingu verður samanburðurinn eins og í töflu III. Tafla III Ávöxtunarkrafa Möguleiki 5% 10% 15% 20% I 260 62 -68 -156 II 428 120 -68 -199 III 657 60 -285 -493 Hér hafa orðið talsverð umskipti. Við 10% ávöxtunar- kröfu er endurnýjun gamla togarans orðin vænlegri kostur en að ráðst í kaup frystiskipsins. Með öðrum orðum, að ef okkur stæði ekki til boða kaup nýlega ísfikstogarans þá er betra að ráðast í endurnýjunina á úrelta togaranum okkar en að kaupa frystiskipið. Allt framangreint mat byggist á vissu um framtíðina. Oruggt mat framtíðar en hins vegar hvergi að finna nenta 70 ÆGIR 2. TBL. 1993

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.