Ægir - 01.09.1993, Blaðsíða 3
8Rit FISKIFÉLAGS íslands
■ ár9- 9. tbl. september 1993
Útgefandi:
Utgáfuþjórmstíin Skerpla
fydr Fiskifélag íslands.
Útgáfuráö:
^gúst Elíasson, Hólmgeir
Jónsson og Öm Pálsson.
Ritstjórn:
Bjarni Kr. Grímsson
ritstjóri og ábyrgðarmaöur)
°8 Þórarinn Friöjónsson.
Auglýsingar:
Sigurlín Guðjónsdóttir.
Auglýsingasími:
91-681225
Útiit:
Skerpla.
Prentun:
teindórsprent Gutenberg.
Ægir
'emur út mánaðarlega.
itirprentun er heimil sé
heimildar getiö.
Forsíðumyndin
er frá ísafirði.
Ljósmyndari:
hálmi Guðmundsson.
Ægir
I 0star 500 kr. eintakið í
ausasölu. Ársáskrift kostar
3500 kr. með
virðisaukaskatti.
Útvegstölur Ægis
ty gja hverju tölublaði
, g's- Þar eru birtar bráða-
""■gðatölur Fiskifélagsins
um utgerðina á íslandi í
Slðastliðnum mánuði.
, skerpla
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík
Sími 91-681225
“refsími 91-681224
060158-3719
370 Aö halda vöku sinni
Eftir Bjama Kr. Grímsson.
Fiskimálastjóri fjallar um ný viðhorf sem
eru að skapast hér á landi til úthafsveiða,
t.d. með veiöum á Flæmska hattinum og í
Smugunni og nauðsyn þess að líta út fyrir
landhelgina í leit að fengsælum veiði-
svæðum.
372 Lífsnaubsyn ab fjárfesta í
nýrri tækni
Vilhelm G. Kristinsson rœöir við
stjómendur Fiskiðjunnar-Skagfirðings á
Sauðárkróki.
Fiskiðjan-Skagfirðingur hf. er í hópi
stærstu útgeröar- og fiskvinnslufyrirtækja
landsins. Stjórnendur fyritækisins leggja
mikla áherslu á gæði í framleiðslunni og
telja að fyrirtæki í sjávarútvegi sem ekki
geti fjárfest í nýrri tækni muni fara
halloka í samkeppninni. Þeir ræða einnig
almennt um sjávarútveg á íslandi.
384 Fyrirbobi hrikalegrar
kollsteypu.
Sorgarsaga fœreysk sjávaríitvegs, 2. hluti
eftir Eðvarð T. Jónsson.
Hvað gerðist í færeyskum sjávarútvegi?
Við heyrum oft talab um færeysku leiöina,
en hver er hún í raun? Hér birtist önnur
greinin af þremur sem Eðvarð hefur skrif-
að fyrir Ægi um færeyskan sjávarútveg.
Ebvarð fjallar hér m.a. um það hvernig
sjóbir voru notaðir til að fjármagna sjávar-
útveginn og miðstýra framleiðslunni með
lítilli hliðsjón af markaðsaðstæðum.
394 Höfum látib okkur nægja
eitt skip
Vilhelm G. Kristinsson rœðir við
Guðmund Guðmundsson
framkvœmdastjóra Hrannar lif. á ísafrrði.
Guðundur hefur stjórnab útgerðarfyrir-
tækinu Hrönn hf. í 38 ár og flest árin rekið
það með hagnaöi. Guðbjargirnar, sem nú
eru orönar sex talsins, hafa allar reynst
hin mestu happafley.
404 Bátabrennur á íslandi
3. þáttur frá Sjóminjasafhi íslands.
Hér er fjallað um brunann á bátaskýli
Þjóðminjasafnsins en einnig um þann
ljóta sib íslendinga að brenna báta sér til
skemmtunar, einkum um áramót. Menn
eru hvattir til að láta Þjóbminjasafnið vita
um báta sem stendur til að brenna.
406 Rábuneytib svarar ekki
Fyrirtæki sem selja afla í Bremerhaven í
Þýskalandi vilja landa fiski á markaðinn
þar í fiskkössum skipanna. Nú þarf að
hvolfa úr kössunum, hella af þeim ísnum
og setja þá í kassa frá markaðnum. Þrátt
fyrir að sótt hafi verið um leyfi fyrir þess-
um breytingum hefur sjávarútvegsrábu-
neytið ekki svarað málaleitan fyrirtækj-
anna.
408 Nýtt kvótaár - ný
kvótabók
Skerpla hefur gefið út handbók um
aflamark einstakra skipa fyrir nýbyrjað
fiskveiðiár. í bókinni er að auki umfjöllun
um kvótann og breytingar milli ára milli
verstöðva, kjördæma og útgerðarfyrir-
tækja. Útdráttur úr inngangi bókarinnar,
sem er eftir Ara Arason, er birtur hér.
Reytingur 392, 402, 403.