Ægir - 01.09.1993, Blaðsíða 30
„Árið 1940 hafði verið stofn-
að hér á ísafirði útgerðarfyr-
irtœki sem hét Njörður. Það
lét byggja fimm fimmtán
tonna báta í skipasmíðastöð
Bárðar G. Tómassonar. Þetta
voru dísirnar svonefndu, Val-
dís, Bryndís, Ásdís, Hjördís
og Snœdís. Ég var ráðinn for-
maður á Bryndísi og fór í
fyrsta róðurinn í janúar
1940."
eitt á Þingeyri. Skipin voru afhent
hvert á eftir öðru og það var dregið
um röðina hjá borgarfógetanum í
Reykjavík. Það urðu Ásgeiri mikil von-
brigði þegar við lentum.aftast í röð-
inni. Hins vegar vorum við þeim mun
ánægðari þegar skipið loksins kom,
árið 1974, því við höfðum nýtt okkur
svigrúmið til þess að láta skipasmíða-
stöðina sníða af okkar skipi þá galla
sem fundust við skipin sem komu á
undan. Þar af leiðandi fengum við
besta skipið. Sjötta Guðbjörgin og hin
nýjasta var svo smíðuð 1981, líka í
Flekkefjord."
Frystiskip í skoöun
Eru menn farnir að huga að endur-
nýjun?
„Þau mál eru nú í lausu lofti enn
sem komiö er. Við erum að hugleiða
kaup á frystiskipi og erum búnir að
vinna að því máli á annað ár. Endan-
leg ákvörðun hefur enn ekki verið tek-
in. Eins og mál standa nú endurnýjar
enginn skip til ísfiskveiða. Það er úti-
lokað."
Er einhver Guðbjarganna Guð-
mundi hugstæðari en önnur?
„Manni er auðvitað minnistæö
stökkbreytingin sem varð þegar við
fengum skuttogarann. Annars hafa
þetta allt verið mjög góð skip °S
happasæl."
Lykill velgengninnar
Hver er lykillinn að velgengni fyrlf'
tækisins?
„Lykillinn er náttúrulega góð afla-
brögð, góður skipstjóri og áhöfn. Ja'
og góð útgerð, sem sparar ekki til bun-
aðar og viðhalds. Við höfum alh^
keypt það nýjasta og besta sem völ
lrefur verið á. Það getur verið dýrafa
að spara í þessum efnum."
Hrönn hf. hefur ávallt haldið sig
við eitt skip. En var aldrei freistand1
að stækka við sig og fjölga skipum?
„Við höfum aldrei hugsað til þeSS
og látið okkur nægja að vera með eitt
skip. Auðvitað kom fyrir á meðan við
vorum að skipta um skip að við vor-
um með tvö í rekstri í einu í stuttan
tíma þar til hagkvæmt þótti að selja-
Hitt er svo annað mál að við höfun1
endurnýjað hjá okkur skipin nokkuð
ört."
Fiskvinnsla ásamt útgerð
Hrönn hf. hefur frá öndverðu rekið
fiskvinnslu ásamt útgerðinni.
„Um leið og við hófum útgerð byrj
uöum við með saltfiskvinnslu í srria
um stíl. Við stofnuðum fyrirtæki0
Fiskiðjuna ásamt Gunnvöru hf. sel11
nú gerir út Júlíus Geirmundsson og
verkuðum fiskinn sameiginlega- Árjð
1957 gengum við inn í íshúsfélag Is
firðinga. Bæjarsjóður seldi okkur Þa
hluta af eign sinni í fyrirtækinu-
Hrönn hf. á nú 62% hlut í íshúsfél^S
inu, Gunnvör hf. 36% og ýmsir lr^ir
hluthafar afganginn."
Fœddur í Hnífsdal
Guðmundur Guðmundsson er
396 ÆGIR SEPTEMBER 1993