Ægir - 01.09.1993, Blaðsíða 16
„Eitt afmeginmarkmiðum
okkar er að nýta frystihúsin
eins og við mögulega getum.
Starfsfólkið hefur nýlega
sampykkt nýjan vaktavinnu-
samning, langtímasamning,
sem verður í gildi þar til hon-
um verður sagt upp. Sam-
kvœmt honum er unnið á
tveimur vöktum frá sex á
morgnana til tvö og frá tvö
til tíu á kvöldin. Yfir dimm-
ustu mánuðina, nóvember,
desember, janúar og febniar,
vinnur fyrri vaktin hins vegar
frá átta til fjögur og hin síð-
ari frá tvö til tíu. Báðar vakt-
imar eru sem sagt samtímis í
tvœr klukkustundir á milli
klukkan tvö til fjögur þessa
mánuði."
Skortur á áhœttufjármagni
„Hins vegar stendur það fiskvinnsl-
unni mjög fyrir þrifum hversu erfitt er
að fá lánað áhættufjármagn. Einkum
þar sem staða fyrirtækjanna, þessi
endalausi núllrekstur, gerir það að
verkum að lítið sem ekkert er afgangs
til þróunar. Það er til dæmis íhugun-
arefni hvernig á því stendur að mun
betra er að fá lán til kaupa á frystitog-
urum en fiskvinnslutækjum í landi."
Hugvitsmenn vanrœktir
„Annað atriði sem tengist þróunar-
starfi er meðferðin á hugvitsmönnum
okkar. Sumir þeirra hrekjast til ann-
arra landa af því ekki er hlustað á þá
hér heima. Aðrir eru árum saman að
baksa við hugmyndir sem fyrirfram
eru dauðadæmdar. Hér á íslandi eru
margir verulega snjallir hugvitsmenn
á sviði sjávarútvegs. Okkur vantar
hins vegar einhverja stofnun sem
hefði peningavald, tæki fyrir ákveðin
verkefni og styrkti þau og reyndi að
beina mönnum inn á nýjar brautir,
hafi þeir villst af leið í tilraunastarfi
sínu. Það er mjög brýnt að mota
ákveðna stefnu í þróunar- og ranfl'
sóknastarfsemi. Ef við hjálpum okkur
ekki sjálfir gerir það enginn."
Stjórnun fiskveiöa
Að lokum berst talið að stjórnun
fiskveiða.
„Það skortir mikið á að stefnumót'
un stjórnvalda í sjávarútvegsmálum se
nægjanlega skýr og ákveðin. Þaí1
verða auðvitað áfram erfiðleikar 1
rekstri og í markaðsmálum hvað sem
stjórnvöld gera og skuldirnar hverf3
ekki. Hins vegar gerir það sjávarútveg'
inum afar erfitt fyrir hversu langal1
tíma tekur að fá botn í fiskveiðistefm
una. Því fyrr sem stjórnvöld ákveða
hinn endanlega ramma, því betra. Þaó
er stöðugt verið að hringla með hlut'
ina fram og aftur. Hins vegar skiptir
höfuðmáli að menn viti að hverju þelf
ganga. Fyrr er ekki hægt að vinna at
skynsemi í sjávarútvegi. Það er fatt
brýnna hér á landi um þessar mund11
en að stjórnvöld fari að negla þetta
kerfi niður."
382 ÆGIR SEPTEMBER 1993