Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1993, Blaðsíða 4

Ægir - 01.09.1993, Blaðsíða 4
ÚR FÓRUM FISKIMÁLA STJÓRA U HALDA VÓKIISINHI Nú á síöustu vikum hefur alveg nýtt viðhorf komið fram hér á íslandi til úthafsveiða. íslendingar hafa byrj- að veiðar á rækju á hinum svokallaða Flæmska hatti við Nýfundnaland með ágætum árangri og síðan sigldi fríður floti í Barentshafið, í Smuguna, nú í ágúst, en með mjög misjöfnum ár- angri. Það er ekki svo að við íslend- ingar höfum ekki áður veitt á fjarlæg- um miðum. Ekki þarf að fara nema tvo til þrjá áratugi aftur í tímann til að finna heimildir fyrir veiðurn okkar í norðurhöfum, einnig eru eldri mönnum í fersku minni veiðar ís- lenskra togara við Austur-Grænland og Nýfundnaland. Þegar við færðum landhelgi okkar í 200 mílur töldum við að innan hennar væru allir þeir fiskstofnar sem við hugsanlega þyrft- um að nýta til að getað lifað mann- sæmandi lífi og ekki þyrfti að leita á önnur mið. Nú hefur komið í ljós að svo er ekki og fyrirsjáanlegt er að auk- in sókn verður á fjarlæg mið sem svar við sífellt minnkandi veiðikvótum hér við ísland og sem verkefni fyrir af- kastamikinn fiskiskipaflota sem er sá tæknivæddasti í heiminum nú. Það vakti þó athygli mína við lestur á viðtali við Hlöðver Haraldsson skip- stjóra á Hólmadrangi ST-70, í Fiski- fréttum 3. sept. sl., að þar talar hann um búnað íslensku togaranna og segir m.a. að botntrollin séu allt of þunS miðað við aðstæður sem eru í Barents hafinu, þau hreinlega sökkvi í drull una. Menn hér hafi hlegið að Fætey ingunum og þeirra búnaði sem var all ur rnikið léttari og skipstjórar het töldu smábátatroll. Einnig seg11 Hlöðver að afla verði meiri þekking31 á þessu hafsvæði og veiðum á því sV° menn geti vænst þess að geta stundaö veiðar þar með einhverjum árangrn Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir það að við íslendingar eigum fuii komnasta fiskiskipaflota í heinri og séum vel settir með menntaða skip stjórnarmenn, þá verða þeir eins og aðrir að reka sig á og afla sér reynsl11 eigi árangur að nást. Það er einmg ljóst að íslendingar munu á næstu árum sækja út, ekki bara til veiða a fjarlægum miðum heldur líka á svið1 vinnslu og sölu sjávarafurða. Því er nauðsynlegt að efla sem mest þehk ingu og rannsóknir á þessum nrála flokkum og ekki síður að afla reynsW- Við erum þegar byrjaðir á öllum þeSS um sviðum, árangurinn er misjafn °S verður það til að byrja með. En höld um ótrauðir áfram og missum eisi;1 móðinn því árangurinn skilar sér f>'rr en varir. Bjami Kr. Grímsson. I<VA<TABANI<INN Látib fagmanninn vinna verkin Sími 91-656412 • Fax 91-656372 • Jón Karlsson 370 ÆGIR SEPTEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.