Ægir - 01.09.1993, Blaðsíða 34
1U. föeinhaiðsscn
Skipasmíðastöð h-f.
Isafirði,
-5.-april-......19 56
REIKNINGUR
U/b Ouðbjörg X.S. 14
1956 Kr. J aur.
*n. Bát'ir n/kostn. 323.508 k
Aðalvél Pto.noo L
Vincur 70.OOO. Lo
6q.ooo, to
Dypt.-rnslir to'
.jTiKfb s.j<5dslu 15.000. L
Lífbttur 00
og 1J<5ckv s,t-'ír ’ T 5.000. ZO
2.
.^c430o.|[í7
M. ^NH.-V’ÐSTON. S:':P*5N"3ASTOÐ H
\yb.
y
Reikningur Marsellíusar
Bemharðssonar fyrir fyrstu
Guðbjörgina.
Á saltfiski við Grœnland
„Þá er það eftirminnilegt að árið
1948 var ég heila sumarvertíð skip-
stjóri við Grænland. Þetta sumar var
síldarleysi og Njörður hf. ákvað að
senda skip til Grænlands á línuveiðar.
Það var gerður út leiðangur héðan og
Súðin var móðurskip flotans. Við sölt-
uðum aflann um borð en Súðin tók
síðan við honum og var einnig
birgöaskip flotans. Þarna vorum við í
þrjá mánuði, frá í júní fram í septem-
ber. Aflinn var rýr þar sem fiskurinn
var að mestu genginn norðureftir. Við
höfðum bækistöð í Færeyingahöfn og
fórum svona 50-60 mílur út, stundum
70-80. Það var oft erfitt að stunda
veiðar á þessum slóðum, mikið utfi
þoku og ísrek, einkum borgarís. Á
þeim tímum var enginn radar um
borð. Þetta var harla frumstætt hjá
okkur. Til að mynda var erfitt að fá
vatn. Ég vissi það raunar áður en við
lögðum af stað og því hafði ég látið
útbúa segl í lífbátinn. Síðan fórum við
upp að ströndinni þar sem voru lækj-
arsprænur og þar sem svo hagaði til
létum við vatnið renna um borð í bát-
inn á seglið. Vatninu var síðan ausið í
tankana með fötum."
Þaö veröur erfitt aö þrauka
Þessi frásögn Guðmundar minnir á
að það er ný saga og gömul að íslend-
ingar reyni fyrir sér á fjarlægum mið-
um. Hvers vegna sendi Hrönn hf. ekki
Guðbjörgina í Smuguna?
„Skip sem landa afla til vinnslu i
landi geta ekki verib marga daga að
veiðum. Þau þurfa að vera í mokafl3
til þess að hægt sé að koma með fisk-
inn að landi í vinnsluhæfu ástandi-
Guðbjörgin er núna að veiða á Vest-
fjarðamiðum og var að landa í gæI•
Þetta er ekki orðinn neinn afli. Það er
heldur bágborið að komast varla yfir
100 tonn eftir vikuna. Fyrir nokkrum
árum þótti lítiö ef hún kom ekki með
200 til 250 tonn eftir vikuna. Þorsk-
kvóti Guðbjargar skreppur saman um
25% milli ára. Það er mikill skellur. Ef
þetta heldur svona áfram veit maður
ekki hvernig dæmið endar. Það er
hætt við að það reynist mörgum erfifi
að þrauka þennan samdrátt af."
400 ÆGIR SEPTEMBER 1993