Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Síða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Síða 28
II. KAFLI. Félagsmenn. 4. gr. Allir þeir Islendingar, sem lokið hafa embættisprófi i lögfræði, eiga rétt á að verða félagsmenn. Nú tilkynnir lögfræðingur stjórn félagsins, að hann óski að gerast félagsmaður, og nýtur hann þá félagsréttinda, er stjórn- in hefur gengið úr skugga um, að hann fullnægi skil- yrðum til inngöngu í félagið. Heimila má lögfræðistúdentum aðgang að félagsfund- um, eftir því sem stjórn félagsins ákveður hverju sinni. Sama er um akademiskt menntaða menn úr öðrum vís- indagreinum en lögfræði. 5. gr. Félagið getur kjörið heiðursfélaga samkvæmt tillögu frá stjórn félagsins. Tillaga um slíkt kjör skal borin fram á aðalfundi, og telst hún samþykkt, ef % hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði. 6. gr. Stjórn félagsins getur vikið manni úr félaginu, ef henni þylcja efni standa til, en borið getur hann mál sitt undir almennan félagsfund. 7. gr. Árgjald félagsmanna skal vera 50 krónur. Brej'ta má þvi á aðalfundi, án tillits til fundarsóknar. Reikningsár félagsins er frá 1. okt. til 30. sept. III. KAFLI. Aðalfundur. 8. gr. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í októbermánuði ár livert. Til hans skal boðað með auglýsingu i blöðum eða á annan 26 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.