Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Side 30
Formaður (varaformaður) kveður varamenn til stjórn- arfunda, ef aðalmaður sækir ekki fund. Félagsmanni er skylt að taka við stjórnarkjöri, en stjórnarmaður getur skorazt undan endurkosningu. 12. gr. Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með, þeim takmörkunum, er lög þessi setja. Hún tekur nánari ákvarðanir um starfsemi félagsins og ber ábvrgð á fjárreiðum þess. Hún skuldbindur félag- ið gagnvart öðrum aðiljum, og er undirskrift formanns og gjaldkera nægileg til þess. 13. gr. Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti og með eins dags fyrirvara, ef unnt er. Stjórnarfundur er ályktunarfær, ef þrir aðalstjórnar- menn og einn varastjórnarmaður sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundujn. Nú eru takvæði jöfn, og ræður þá atkvæði formanns (varafor- manns) úrslitum. Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar. V. KAFLI. Ýmis ákvæði. 14. gr. Nú kemur fram tillaga um það, að félaginu skuli slit- ið, og skal liún þá sæta sömu meðferð sem tillaga til lagabreytinga, sbr. 10. gr. 28 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.