Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Side 36
styrktar á marga vegu, enda ætti þetla félag að vera tengiliður milli þessara félaga og stuðla að aukinni sam- vinnu þeirra á milli. I þriðja lagi ætti það að vera verkefni félagsins, að vinna að ýmsum menningar- og fræðslumálum og auka viðkvnningu, samvinnu og samstarf íslenzkra lögfræð- inga. Þar ætti að skapast vettvangur til umræðna um ýmis lögfræðileg og félagsleg efni. Yæri ekki sizt ástæða til að ræða þar ýmsar nýjungar í löggjöf. Meðal annars er hægt að ræða þar með hlutlægum hætti ýmis frum- vörp, sem flutt eru á Alþingi eða hugmyndir manna um nýmæli í lögum, þ. á m. ábendingar um það, hvar nýrrar löggjafar sé þörf að stofni til, svo og breytinga á gild- andi lögum. Gæti félagið og eftir atvikum komið á fram- færi við stjórnarvöld skoðunum félagsmanna um úrlausn slikra mála. Félagið ætti að leggja megináherzlu á fyrir- lestrahald og umræðufundi og aðra fræðslustarfsemi, og gæti það, ef því vex fiskur um hrygg, jafnvel staðið eitt eða með öðrum að heimboði erlendra fjTrirlesara. Enn má benda á það verkefni, að stuðla að vísindaleg- um rannsóknum á sviði lögfræði og styrkja útgáfu rita. Félagið ætti og að gegna ýmsum öðrum menningarleg- um skvldum, sem hljóta að hvíla á liverri stétt akadem- iskt menntaðra manna. Á næsta liausti eru t. d. 50 ár liðin, síðan lagakennsla hófst á Islandi, og er í ráði hjá lagadeild að minnast þess afmælis með nokkrum hætti. Væri það æskilegt, að félagið gæti einnig fyrir sitt leyti minnzt þessa merka afmælis eða lagt sitt fram til þess. Að þvi er viðhorfið til lagadeildarinnar varðar, er og ljóst almennt, að deildinni væri hinn mesti hagur að þvi, að góð samvinna tækist milli félagsins og liennar, t. d. þannig, að félagið tæki með nokkrum hætti þátt í heimboði erlendra fyrirlesara, stuðlaði að því að menn sæktu vel fvrirlestra þeirra og margt fleira. Þá er þess einnig skammt að biða, að Magnús dómstjóri Stephensen eigi 200 ára afmæli, og hefur þegar verið hvatt til þess, 34 Tímarit lögfrœSinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.