Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Síða 49
Á víð og dreif Lítið ritstjóraspjall. Oft hefur verið að þvi vikið, að rit þetta ætti að ýmsu erfitt uppdráttar, og þá einkum að því er efni snertir. Segja mætli, að ritstjórinn ætti þá að bæta það tóm, sem vanræksla ritfærra lögfræðinga skapar. Þetta gerði minn ágæti fyrirrennari, en ég mun ekki fylgja honum í þvi. Rök min eru þau, að ritið verður of einhæft með því móti, en auk þess kemur til vangeta mín. Það hefur þvi orðið samkomulag ritnefndarinnar og mitt, að eigi skuli fast haldið við útgáfu fjögurra hefta á ári, er hvert sé fjórar arkir, heldur útkoman miðast við það efni, sem tekst að afla hverju sinni. Eg mun þó, eins og ég hef gert, reyna að ná saman sæmilegu efni er nægi til þess að ritið dragist eigi saman úr hófi. Þau viðhorf, sem hér liafa verið rakin, hafa leitt til þess að árgangarnir 1957 og 1958 verða aðeins 2 hefti hvor. Læknaráðsúrskurðir. Ritinu hafa borizt „Læknaráðs- úrskurðir 1957 — sérprentun úr Heilbrigðisskýrslum. Úrskurðirnir eru 4, og hafa að geyma ýmsan fróðleik fjæir þá, sem fást við skaðabótamál og vátryggingar. Frá Háskólanum. 50 ára afmæli lagakennslu á Islandi. Á þessu ári er 50 ára afmæli lagakennslu hér á landi. Lagadeild Háskólans minnist þessara tímamóta m. a. með því að nokkkur lögfræðileg erindi verða flutt á vegum Tímarit lögfrœöinga 47

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.