Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1980, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1980, Side 15
ef tímarit hefur ekki framhaldandi blaðsíðutal, útgáfuár og blað- síðutal. Á örfáum stöðum er árgangs ekki getið, og er þá útgáfuár látið nægja. Tilvísanir í tímarit eru hafðar í sviga. Ef talin hefur verið þörf frekari upplýsinga, koma þær á eftir smáletraðar. Reynt hefur verið að hafa þær sem stystar og samræmdastar. Tekin var upp sam- ræmd höfundaskráning og notaðar nafnmyndir höfunda eins og þær komu oftast fyrir. Allmörg tímaritaheiti voru skammstöfuð, ekki þó meira en svo að auðvelt er að finna fullt nafn í skránni um blöð og tímarit, sem er aftan til í heftinu. Á nokkrum stöðum er þess getið, hvar sömu greinar sé einnig að finna. Einnig er á nokkrum stöðum vísað á milli númera. Er það gert, ef um sömu greinar er að ræða á mismunandi tungumálum, en þá því aðeins, að höfundar láti þess get- ið við upphaf eða lok greinar, að um sömu ritsmíðar sé að ræða. Fá tímarit eru í skránni og er ekki ástæða til langrar umfjöllunar um skráningu á þeim. Auk upplýsinga um nafn, útgefanda, fjölda tölublaða eða árganga, útgáfustað og ár, er getið helstu atriða, sem kunna að gefa fyllri upplýsingar um tímaritin. Þegar tekinn er bókarkafli í skrána, er þessar upplýsingar að f inna: Fyrst kemur höfundur kaflans, en síðan koma kaflaheiti, bókarheiti (undirtitli sleppt), útgáfustaður, forlag, ár og blaðsíðutal. Ekki er getið um einstakar útgáfur, en mismunandi útgáfuár látin ráða. Eins og áður eru tilvísanir í rit í sviga. Þá skal að síðustu vikið að skráningu einstakra rita. Reynt hefur verið að fylgja sem mest Skráningarreglum bókasafna um bókfræði- léga úrvinnslu. Rétt er þó að benda á helstu undantekningar, sem fram koma í þessari skrá: Ekki er stofnanaskráð. I slíkum tilvikum er titilskráð. Myndir eru látnar ná yfir allar gerðir myndaefnis og síður eru notaðar í stað blaða, þegar um fjölritað efni er að ræða. Einnig eru skammstafanir á fáeinum stöðum ekki jafn knappar og reglurnar gera ráð fyrir. Ef á rit hefur vantað upplýsingar um útgáfustað og ár er tek- ið upp úr skrám Landsbókasafns það, sem við á og litið á skrár safnsins sem réttar bókfræðilegar upplýsingar. Ef safnið hefur ekki átt fjöl- rit, sem tekin eru með í skrána, er stuðst við það sem lögfræðingar geta um sjálfir í Lögfræðingatali eða það sem fengist hefur eftir öðr- um leiðum. Þá er sagt „án útgst. og árs“ en á eftir með smáletri getið um sennilegt útgáfuár. Nafnaskrá 1 þessum hluta skrárinnar eru nöfn allra þeirra, sem aðild eiga að efni því, sem tekið er í flokkuðu efnisorðaskrána. Skráin er stafrófs- röðuð, íslenskum höfundum er raðað á fornafn, erlendum á eftirnafn. 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.