Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 17
Verjandi er ekki umboðsmaður sökunauts í venjulegum skilningi þess orðs, sbr. 2. og 3. mgr. 4. gr. 1. nr. 61/1942, getur ekki almennt komið fram sem fulltrúi hans og er ekki bundinn af óskum hans og kröfum nema að takmörkuðu leyti, en hefur engu að síður víðtækar skyldur allsherjarréttar eðlis gagnvart skjólstæðingi sínum, dómstól- unum og réttarkerfinu í heild.15) Til þess að verjandi geti gegnt skyldum sínum sómasamléga, þarf hann að hafa rúmt tjáningarfrelsi. Það er löng hefð fyrir því, að mál- flytjendur njóti rýmkaðs málfrelsis fyrir rétti án þess að eiga á hættu refsiábyrgð fyrir meiðyrði. Um takmörk málfrelsisins verður rætt síð- ar.16) III. HÆFISSKILYRÐI VERJENDA. 1) Almenn skilyrði. I Reykjavík og annars staðar, þar sem kostur er löggiltra málflutningsmanna, skal verjandi skv. 82. gr. oml. skipaður úr þeirra hópi, og vitanléga er það ætíð heimilt og sjálfsagt hvar sem er á landinu, ef lögmaður er fáanlegur, sbr. 17. gr. 1. 61/1942. Ákvæði þetta ber að skýra þannig, að það sé aðeins í hreinum undantekningartilvik- um, sem leita megi til annarra. Hag sökunauts er yfirleitt best borgið í höndum þeirra, sem hafa bæði menntun og þjálfun til að gegna verj- andastarfa. Slíkir verjendur þurfa að sjálfsögðu að uppfylla almenn hæfisskilyrði laga um málflytjendur, sbr. 9. gr. og 14. gr. 1. 61/1942. I þeim tilvikum, þegar ekki fæst löggiltur málflutningsmaður, getur dómari skipað sakborningi einhvern annan, er fara má með mál annarra manna, ef hann telur hag sökunauts borgið í höndum slíks manns og engar sérstakar ástæður mæla því annars í gegn, sbr. 82. gr. oml. Skv. 19. gr. 1. 61/1942 þurfa slíkir málflutningsmenn að vera lögráða (18 ára og ekki sviptir lögræði) og hafa almennan andlegan þroska. Á það við, hvort sem talsmaður er skipaður eða ráðinn. Raunar hljóta þetta að vera lágmarksskilyrði fyrir því, að dómari samþykki ráðinn tals- mann, en sakborningi, sem vill ráða verjanda á sinn kostnað, ber engin skylda til að velja löggiltan málflutningsmann, þótt hans sé kostur. Orðin „eftir ósk sökunauts" í 82. gr. verður að skilja á sama veg og ákvæði 81. gr., að dómari hafi endanlegt ákvörðunarvald um valið. Engin heimild er til þess í oml. eða 1. 61/1942 að skipa erlendan lög- mann (ríkisborgara) sem verjanda, sbr. hins vegar heimildarákvæði í 15) Sjá Claus Roxin 1983, 92-94, þar sem m.a. er rætt um verjanda sem „selbstándiges Organ der Rechtspflege". 16) Sjá einnig Gunnar Thoroddsen 1967, 224-249. 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.