Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 66
Ávíð o» dreif AMNESTY INTERNATIONAL Á þessu ári er aldarfjórðungsafmæli mannréttindasamtakanna Amnesty International. Frá upphafi hafa lögfræðingar komið mikið við sögu þessara samtaka, hér á landi sem annars staðar. Lögfræðingurinn hlýtur öðrum frem- ur að bera umhyggju fyrir réttindum manna, leitast við að skilgreina þau og vilja að þau séu virt. Þó kann að vera að mörgum sé ekki Ijóst hvernig sam- tökin eru til komin og hvert verksvið þeirra er. Ég mun því fyrst víkja að því fáum orðum, sfðan að nokkrum atriðum varðandi þróun mála og loks vfkja að því er sérstaklega kann að varða lögfræðinga. Þetta byrjaði hinn 28. maí 1961 með blaðagrein sem bar fyrirsögnina „Hinir gleymdu fangar“. Höfundurinn var breskur lögfræðingur að nafni Peter Benen- son. Hann skoraði á fólk að bregðast við þeirri ógn sem við honum blasti: um allan heim var verið að hneppa fólk í fangelsi vegna skoðana sinna og rfkisstjórnir létu pynta og drepa sína eigin þegna. Öðru fólki var einnig farið að ofbjóða og vildi stöðva þetta. Eftir mánuð höfðu yfir þúsund manns boðið fram aðstoð sína. Þessi herferð, sem aðeins var ætlað að vara f stuttan tíma, þróaðist fljótt í sérstæða alþjóðahreyfingu sem hlaut nafnið Amnesty Inter- national. Þegar í lok fyrsta ársins var hafinn undirbúningur að landsdeildum í sjö löndum: Belgíu, Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, írlandi, Hollandi, Svíþjóð og Englandi. Þegar íslandsdeild Amnesty International var stofnuð fyrir rúmum 10 árum voru innan við 100.000 manns í alþjóðasamtökunum Amnesty International, nú telja samtökin yfir hálfa milljón félaga í um 150 löndum, í Afríku, Asíu, f Ameríku allri, Austur- og Vestur-Evrópu og í Austurlöndum. Það eru 3.400 hópar í samtökunum og 45 landsdeildir. Félagatalan á íslandi hefur líka fimm- faldast á þessum tíma og vel það. Baráttuaðferðin er einföld: rannsaka málið, vekja almenningsálitið og skipu- leggja þrýsting til að hjálpa fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Félags- menn mynduðu litla hópa sem reyndu með þrýstingi, sem einkum fólst í ritun fjölda kurteislegra bréfa, að hjálpa fólki sem hafði verið fangelsað í öðrum löndum en þeirra eigin. Hreyfingin lagði ríka áherslu á pólitískt sjálfstæði sitt og algera óhlutdrægni. Áður en fyrsta árið var liðið hafði hreyfingin sent 4 sendinefndir til viðræðna við ríkisstjórnir: til Tékkóslóvakfu, Ghana, Austur- Þýskalands og Portúgal. Þá þegar voru 210 mál í rannsókn og kortaherferð í árslok lauk þannig að 5.000 kort voru send stjórnvöldum vegna 12 fanga í ýms- um löndum. Frá upphafi hafa samtökin fjallað um 28.000 mál samviskufanga. Og nú vinna Amnestyhóparnir að staðaldri að 4-5 þúsund slíkra mála. Um 500 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.