Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 15
gerist stuðningsmenn eða aðilar að hryðjuverkasamtökum, sbr. t.d. Baader-Meinhofréttarhöldin í Vestur-Þýskalandi.10) 3) Af því, sem að framan var lýst, má ljóst vera, að báðar kenning- arnar eru ófullnægjandi í hreinræktaðri mynd sinni, en báðar hafa nokkurn sannleikskjarna að geyma. Hvernig hafa lögmenn sjálfir lýst hlutverki sínu? 1 greinargerð frá stjórn Lögmannafélags íslands 2. nóvember 1977 segir m.a. svo: „Verjandi eða réttargæslumaður sak- bornings er ekki sjálfur sakaraðili og á ekki einkahagsmuna að gæta. Hann er hins vegar aðstoðarmaður sakbornings og málsvari, sem hefur það samfélagslega hlutverk með höndum að gæta þess, að réttur sak- bornings verði ekki fyrir borð borinn og hann fái ekki aðra og verri málsmeðferð en lög mæla fyrir um. Verjandinn er í raun varðmaður þeirrar sjálfsögðu réttlætiskröfu samfélagsins, að enginn saklaus verði dæmdur sekur og enginn hljóti þyngri dóm en efni standa til.“ Hér virðist þræddur sá meðalvegur, sem íslensk lög gera ráð fyrir. Meira í anda hinna huglægu varnarsjónarmiða má telja þessi ummæli Ragnars Aðalsteinssonar: „Verjandi á að gera allt sem hann getur innan marka laga til að veikja sönnunarfærslu ákæruvaldsins og til að milda dóm yfir sakborningi, þ.e. til að ná sem hagkvæmustum niður- stöðum fyrir hann. Verjanda ber engin skylda til að vera hlutlægur, svo sem saksóknara ber að vera. Honum ber ekki að gera neina grein fyrir vafa sínum um sakleysi sakbornings þegar krafist er sýknu. — Verjanda er ekki skylt að draga fram sönnunargögn, sem ákæruvaldinu hafa yfirsést. Verjanda er hinsvegar skylt að koma á framfæri þeim sönnunargögnum, sem eru sakborningi í hag."* 11) 1 framhaldi af þessu ræðir Ragnar um það vandamál, sem upp kemur, ef verjanda verður ljóst, að atriði, sem geta skipt verulegu máli um sekt eða sýknu, hafa ekki verið rannsökuð. Telur höfundur afstöðu verjanda eiga að ráðast af því, hvort hann telur rannsókn á þessum atriðum muni verða söku- naut í hag eða ekki. Telji verjandi framhaldsrannsókn verða sökunaut í óhag eða að brugðið geti til beggja vona, lætur hann málið kyrrt liggja, en notar síðan upplýsingaskortinn til að gagnrýna rannsókn málsins í vörn sinni. Þessi afstaða er tæpast í anda þeirrar hlutlægu skyldu að stuðla að því, að hið sanna og rétta komi í ljós og yfir höfuð að létta dómara starfið með málflutningi sínum, sbr. 2. mgr. 79. gr. og 1. mgr. 86. gr. oml. 10) Um útilokun verjanda (Ausschluss des Verteidigcrs) af þessum söktim, sjá Claus Roxin 1983, 100-103. Ragnar Aðalsteinsson telur þetta mjög gerræðislegar reglur, sem ekki samrýmist hugmyndum manna um réttarríkið, sbr. Ulfljótur 1978, 113. 11) Ragnar Aðalsteinsson 1978, 111-112, sbr. 110. 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.