Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 12
skipun sérstaks verjanda til þess að annast tiltekna hagsmunagæslu fyrir sökunaut um stundarsakir, þ.e. við staðfestingu vitnisburðar, mats- eða skoðunargerðar, er fara skal fram í öðru lögsagnarumdæmi. Hugtakið verjandi kemur víðar fyrir í þessari rýmri merkingu, þ.e. tekur einnig til skipaðra réttargæslumanna, sbr. 2. og 3. mgr. 81. gr., 82., 84., 85., 3. mgr. 86., 87. og 88. gr. oml. Ákvæði 1. mgr. 86. gr. oml. nær auk þess í meginatriðum til ráðinna talsmanna. Réttarstaða skipaðs verjanda og skipaðs réttargæslumanns er hin sama að öllu leyti, eftir því sem við getur átt.4) Einhver munur kann að vera á réttindum og skyldum, eftir því hvort talsmaður er skipaður eða ráðinn. Margt er óljóst um réttarstöðu ráðins talsmanns skv. 3. mgr. 81. gr. oml. Almennt rná telja eðlilegt, að slíkur talsmaður hafi svipuð réttindi og skyldur sem skipaður talsmaður, enda þarf dómari að samþykkja ráðningu hans. I reynd er þó líklegt, að opinber skipun feli í sér ríkari skyldur gagnvart dómstólunum en ráðning talsmanns svo og meiri réttindi gagnvart hinu opinbera, sbr. 3. mgr. 86. gr. og 2. og 3. mgr. 87. gr. oml.5) Þáttur þessi fjallar fyrst og frernst um verjendur í opinberum mál- um, sbr. 1. gr. oml. Hann tekur þó einnig til verjenda í málum skv. 2. gr. oml., eftir því sem við getur átt. Má þar nefna lögræðissvipting- armál, sbr. Hrd. XXXIX, bls. 309. Sumar hinar sömu reglur eiga og við um vörn fyrir aðila í einkarefsimálum, t.d. meiðyrðamálum, þótt lög- maður stefnda sé sjaldan nefndur verjandi. Sérstakur samanburður verður þó ekki gerður á opinberum málum og einkarefsimálum að þessu leyti. Að lokum má spyrja, hvort rétt sé og eðlilegt að fjalla í tvennu lagi og sjálfstætt um réttarstöðu sakbornings og réttarstöðu verjanda. Fer þetta tvennt ekki saman? Nei, því fer fjarri. Skipaðir talsmenn hafa ýmsar skyldur gagnvart dómstólunum og réttarkerfinu í heild, sem sakborningar hafa ekki. Sakborningar verða áð sæta margvíslegu harð- ræði, sem ekki kemur niður á verjendum þeirra, en um takmörk þess harðræðis og um viðbrögð, ef út af ber, gilda allflóknar réttarreglur. Verjandi hefur ekki sama rétt til sjálfsbjargarviðleitni fyrir hönd skjólstæðings síns og sakborningur sjálfur hefur sér til varnar. Á verj- anda hvílir ríkari sannleiksskylda en á sakborningi, þannig að verjandi getur átt refsiábyrgð á hættu, ef hann skrökvar. Hins vegar nýtur verjandi í sumurn efnum meiri réttinda en sökunautur, t.d. til tjáning- 4) Jón A. Ólafsson 1979, 83. 5) Sjá Ragnar Aðalsteinsson 1978, 105; Jónatan Þórmundsson 1984, 207, 213; Johs. Ande- næs 1962, 70-71; sami 1984, 64. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.