Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 52
Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar þar sem áfrýjandi krafðist aðal- lega sýknu en til vara að kröfur stefnda yrðu lækkaðar. Stefndi krafðist staðfestingar héraðsdóms. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna hans, með þeirri athugasemd að ekki yrði talið að til frádráttar launakröfu stefnda í málinu ættu að koma þær launa- greiðslur sem hann fékk frá Reykjavíkurborg meðan hann var óvinnu- fær vegna slyss þess er í málinu greindi. Niðurstaða þessa dóms er afar mikilvæg launafólki þar sem æ algeng- ara er að það starfi hjá fleiri en einum vinnuveitanda. Hingað til hefur réttaróvissa ríkt, þegar slys hafa orðið við vinnu, og öðrum atvinnu- rekendum ekki verið talið skylt að greiða laun vegna slysa sem verða við vinnu annars staðar. Að mínu mati skýra ummæli héraðsdómara mætavel þann rétt sem 5. gr. 1. 19/1979 kveður á um og tengsl hennar við 4. gr. laganna. Hér eiga ekki við hefðbundnar bótareglur, heldur verður að líta á tilui'ð laganna og það að þau voru sett til að bæta að hluta áorðna kj araskerð- ingu. Réttur til launa í sjúkdóms- og slysatilvikum er hluti af kjörum launafólks, sjálfstæður réttur sem það ávinnur sér með tryggð við at- vinnurekanda og launafólk hefur fórnað launahækkunum fyrir. Það eitt kann að skipta máli, þegar sjúkdómar eða slys verða, hvort um verð- ur kennt ásetningi eða gáleysi launamanns sjálfs, og hlýtur þá að verða að miða við hefðbundna skýringu á hugtökunum ásetningi og gáleysi, en ekki hver orsök veikindanna er eða hvar launþegi hefur orðið fyrir slysi. 5. gr. laga 19/1979 verður skýrð sjálfstætt og réttur sem laun- þegi kann að eiga gagnvart 3ja aðila á grundvelli 4. gr. laganna hefur ekki áhrif þar á. Með lögum þessum má segja að áhætta atvinnurekenda hafi aukist því að erfitt er að spá um það hve þungt þessar skyldur vega í launatengdum gjöldum fyrirtækjanna. Stefnt hefur verið að því að gera þessi atriði tryggingartæk og var sérstaklega samið um það í heildai'kjarasamningum ASl og VSÍ 21. febrúar 1984 að á samnings- tímabilinu myndu aðilai' vinna að endurskoðun samningsákvæða um launagi'eiðslui' í veikinda- og slysaforföllum með það að markmiði að gera veikindaréttarákvæði tryggingartæk. Þessi endurskoðun stendur nú fyrir dyrum. 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.