Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 31
230. gl’. hgl. („haft hefur með höndum starf“).37) Á þetta við um alla, sem þagnarskyldir eru, og liggja til þess auðsæ rök. Meiri vafi hefur þótt leika á því, hvort þagnarskyldan falli niður við lát þess, er trúnaðarvitneskjan varðar eða vitneskjuna hefur látið uppi, t.d. við lát sökunauts. Ekki hefur verið úr þessu skorið varðandi verjendur, en dómar, sem gengið hafa um lækna, benda til þess, að þagnarskyldan eigi að haldast allt að einu, enda mæla lagarök með þeirri niðurstöðu, sbr. Hrd. XVI, bls. 315 og XVII, bls. 599.3S) Um vernd gagnvart þriðja manni, t.d. eftir lát hins þagnarskylda, fer eftir öðrum reglum um friðhelgi einkalífs.39) 4) Hvaða vitneskja er háð þagnarskyldu? Ákvæði 1. mgr. i.f. 86. gr. oml. er mjög víðtækt, hvort sem litið er á þá aðila, sem þagnar- skyldir eru, eða vitneskju þeirra, sem háð er þagnarskyldu. Ákvæðið tekur til upplýsinga, sem sökunautur hefur sjálfur gefið um afstöðu sína til brots eða brota þeirra, sem um er að ræða, svo og til annarra atriða, sem verjandi hefur komist að í starfa sínum og ekki eru al- menningi þegar kunn. Þessi lýsing er að líkindum takmörkuð við brotið og tengsl sökunauts við það. Ekki má leggja mikið upp úr þessari takmörkun, enda er enginn slíkur fyrirvari í 1. gr. 1. 61/1942 né í 6. gr. siðareglna lögmanna. Yfirleitt verður því að líta svo á, að undir þagnarskyldu falli allar upplýsingar, sem sökunautur gefur verjanda, þótt þær varði ekki háttsemi þá, sem honum er gefin að sök, t.d. um fjölskylduhagi, efnahag eða meðferð í fangageymslu. Ekki ræður þó vilji sökunauts skilyrðislaust í þessum efnum, t.d. ef um er að ræða upplýsingar um aðra menn. Getur því komið til hags- munamats.40) Þagnarskyldan er í grundvallaratriðum sú sama, hvort sem brot er alvarlegt eða smávægilégt, sbr. þó 126. gr. hgl. öðru máli gegnir um heimildarbrest verjanda skv. 94. gr. oml. Þar lýstur saman tveimur grundvallarskyldum, þagnarskyldu og vitna- skyldu. Kemur því tæpast til greina að skýra ákvæðið rýmra en orð þess gefa beinlínis tilefni til. Verjanda er samkvæmt ákvæðinu óheim- ilt, án leyfis þess sem með á, að bera vitni fyrir rétti eða lögreglu um það, sem sökunautur hefur trúað honum fyrir um málsatvik, eftir að hann tók vörnina að sér. Heimildarbrestur tekur aðeins til þeirra at- riða, sem sökunautur hefur trúað verjanda sínum fyrir, en ekki til 37) Sjá Georg Lous 1960, 32-33. 38) Sjá Árni Tryggvason 1952, 54; Þórður Eyjólfsson 1961, 73. Um réttarstöðuna í Noregi sjá dóin í Rt. 1983, s. 430. 39) Sbr. Jónatan Þórmundsson 1976, 161-166. 40) Sjá Árni Tryggvason 1952, 52. 23 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.