Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 29
mgr. 8. gr. sömu laga. Hér að framan hafa einkum verið höfð í huga þau brot verjanda í starfi, sem lúta að trúnaðarsambandi hans við sökunaut og almennri skyldu hans að vinna að framgangi málsins án óeðlilegra tafa, t.d. varðandi misbeitingu samskiptaréttarins við sökunaut í gæslu, van- rækslu eða skeytingarleysi í starfi, vísvitandi ósannindi eða villandi ummæli, er torveldað geta rannsókn eða meðferð máls, og hegningar- lagabrot fólgin í röskun eða eyðileggingu sönnunargagna. Um þagnar- skyldubrot verður nánar rætt í næsta kafla. Takmörk leyfilegrar varnar að öðru leyti koma til umfjöllunar síðar. V. ÞAGNARSKYLDA VERJANDA. 1) Þagnarskylduheimildir og tengsl þeirra. I 1. mgr. i.f. 86. gr. oml. er ákvæði um almenna þagnarskyldu verjanda. Gildir það um hvern þann, er annast vörn í opinberu máli eða einkarefsimáli og hvort sem verjandi er skipaður eða ráðinn, löggiltur málflutningsmaður eða ólög- lærður talsmaður. Þagnarskylda hvílir á verjanda um það, er sökunaut- ur kann að hafa trúað honum fyrir um afstöðu sína til brots eða brota þeirra, sem um er að tefla, og um þau atriði önnur, er hann hefur komist að í starfa sínum og eigi eru almenningi þegar kunn. I 1. gr. 1. 61/1942 er raunar einnig þagnarskylduákvæði almenns eðlis, en það er takmarlc- að við hæstaréttar- og héraðsdómslögmenn og við þau efnisatriði, sem aðili trúir þeim fyrir í starfa þeirra. Ákvæði þetta hefur því ekki sjálf- stætt gildi á þessum vettvangi nema sem grundvöllur undir siða- reglum lögmanna og viðurlögum skv. 1. 61/1942. Um heimildarbrest verjanda sem vitnis (réttarfarslega þagnarskyldu) er fjallað í 94. gr. oml., sbr. einnig 93. gr. sömu laga. Ákvæðið tekur til allra verjenda eins og 86. gr. oml., en er hins vegar takmarkað við þau málsatvik, er sökunautur hefur trúað verjanda fyrir, eftir að hann tók vörnina að sér. Um refsiverð þágnarskyldubrot og viðurlög vísar 88. gr. oml. til hegningarlaganna, eins og áður greinir. Verður að ætla, að 230. gr. hgl. eigi við um brot gegn öllum framangreindum ákvæðum. Siðaréglur lögmanna leggja enn frekari þagnarskyldu á þá verjend- ur, sem eiga að hlíta reglum þessum, sbr. einkurn 6. gr. Þar er tekið fram, að upplýsingum, sem lögmaður fær í starfi, skuli haldið frá óviðkomandi aðilum, jafnvel þótt lögboðin þagnarskylda banni það ekki. Þessa reglu skulu lögmenn einnig brýna fyrir starfsfólki sínu. 2) Á hverjum hvílir þagnarskylda? Ákvæði 1. mgr. 86. gr. og 1. 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.