Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Page 21
að nefna lögréttumenn úr hópi nefndarmanna ásamt lögmönnum33), en þegar fram liðu stundir gerðu lögmenn þetta einir. Meðal starfa sem sýslumenn unnu á Alþingi var lýsing brotamanna34). Samkvæmt JB I 6 skyldi sýslumaður lýsa útlegð manna á þingi. Sýslumönnum bar að veita hirðstjórum fulltingi um konungsmál. Þeir hlutu að gæta brota- manna á Þingvöllum og sjá fyrir þeim. Yrðu þeir sekir á þinginu kom það í hlut sýslumanna að sjá um að dómum væri fullnægt, og var það venjulega gert á þingstaðnum þegar í stað. Þeir urðu að fylgjast með hverju einu sem gerðist á Alþingi, því að þinginu loknu bar þeim að halda leiðarþing, einkum til að „lýsa fyrir mönnum þat sem talað var á Öxarárþingi". Samkvæmt konungsúrskurði frá 1638 bar að fá sýslumönnum end- urrit úr alþingisbókinni, „som de udi deris syssel skulle lade forkynde for almuen“. Leiðarþing lögðust af á 18. öld, og eftir það munu sýslu- menn hafa kynnt alþingismál á manntalsþingum35). Sýslumenn kvöddu menn til manntalsþinga í hreppum á vorin og stýrðu þeim36). Á manntalsþingum heimti sýslumaður skatta og gjöld, nefndi og samþykkti dóma, annaðist ýmsar lýsingar o.s.frv. Aukaþing virðast hafa verið haldin eftir þörfum t.d. til lesturs konungsbréfa og vegna aðkallandi dómsstarfa. Þannig voru svokölluð manndrápsþing kvödd saman til að rannsaka og dæma vígsmál. Frá 1789 er lagt svo fyrir í erindisbréfum sýslumanna að þeim beri að kunngjöra konungs- bréf og önnur opinber fyrirmæli. Héraðsþing voru yfirleitt haldin fyrir hvern hrepp fyrir sig, en einnig þekktust þriggja hreppa þing og „al- mennileg héraðsþing“, sem samsvöruðu hinum fornu vorþingum. Þessi þing voru dómþing þar sem sýslumenn nefndu dóma, en lögmenn og hirðstjórar nefndu einnig stundum dóma, og var dómstjórn hirðstjóra bundin við þriggja hreppa þing. Hirðstjórar nefndu dóma með lögmönn- um í stórmálum. Bæði hirðstjórar og lögmenn héldu oft sýslur jafn- hliða37). Ef skipta þurfti um þingstaði féll í hlut sýslumanna að velja nýja38). Þegar farið var að nefna yfirdóm á Alþingi á síðari hluta 16. aldar 33) JB I 3. E.t.v. er hér átt við æðstu umboðsmenn konungs og gert ráð fyrir að þeir séu fleiri en einn. 34) JB I 5. 35) JB I 7; Páll Sigurðsson: Brot úr réttarsögu, s. 13 ... 18; Saga íslands III, s. 61; Gustafs- son, s. 52, 60 og 72; L I I, s. 221 f. 36) f JB V 34 er gert ráð fyrir manntalsþingum, sbr. réttarbót 1294, 34. gr. Á 18. öld voru þingin haldin f apríl, mai og júni, Gustafsson, s. 72. 37) Saga íslands III, s. 57, 64 og 73-74; Gustafsson, s. 53; KHL XVII, sp. 657. 38) Sbr. A í VII, s. 453 og 476. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.