Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 4
ríki þurfi að skrifa forsendur dóma, og hann biður um að forsendur séu í sem allra stystu máli, en þó ,,góðar“. Hjördís svarar Birni í 2. hefti tímaritsins 1989. Hún rifjar upp að kjarninn í skírnismálum hennar hafi verið sá að öruggan skilning væri ekki hægt að leggja ( hluti sem ekki væru sagðir glögglega. Ef niðurstaða dóms væri ekki studd rökum sem leiddu til niðurstöðunnar væri ekki hægt að sjá hvort hún væri réttlát eða lögum samkvæm. Hún tekur Björn á orðinu þegar hann bið- ur um ,,góðar“ forsendur dóms án þess að skýra hvað hann á við, og segir að sínu mati þurfi ,,góðar“ forsendur að uppfylla tvö skilyrði: Að lúta lög- málum fræðigreinarinnar þannig að þær leiði til réttlátrar niðurstöðu að gild- andi rétti, og að sýna hverjum skynsömum manni sem hafa vill hvers vegna niðurstaðan er þessi. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. svarar Birni einnig og andmælir harðlega því sjónarmiði að rökstuðningur fyrir dómsniðurstöðum skipti ekki miklu máli, hvorki fyrir aðila né aðra. Hans reynsla sé sú að langflestir hafi á því mikinn áhuga hvernig dómsniðurstaðan sé fengin, og að það sé oft grundvallaratriði varðandi það hvort málsaðili sættir sig auðveldlega við niðurstöðu i máli sem hann hefur tapað. Jón segir, að kannski sé þýðingarmest að dómarinn semji forsendur dómsins fyrir sig sjálfan. örugglega sé ekkert betur til þess fallið að vernda borgara gegn röngum dómsniðurstöðum en brýn skylda sem hvilir á dómara um að rökstyðja niðurstöðu sína. Björn fær að auki þá athugasemd frá Ragnari Aðalsteinssyni hrl., að orð hans bendi til þess að haldgóðar upplýsingar um störf lögmanna sé ekki að finna meðal fræðimanna ( lagadeild. Allar þessar hugleiðingar benda til þess að mönnum verði fljótt heitt í hamsi þegar talið berst að dómsforsendum, rökstuðningi og réttlæti. Mig langar til þess að hnykkja á þessu og taka undir með Hjördísi, Þór og Jóni Steinari, að röksemdir fyrir niðurstöðu í deilu manna skipti sköpum. Oft er sagt að hlutverk lögfræðinga sé að stuðla að því að réttlæti verði náð með lögum. Þetta er göfugt markmið, en hver er raunveruleikinn? Ef ágreiningur verður um rétt manna, skyldur og lög, þá er dómstólaleiðin sú sem farin er þar sem rétturinn ríkir, þ.e. í réttarríki. Þess vegna verða dóm- ar og meðferð mála fyrir dómi það sem einblínt er á, þar sameinast þræð- irnir, þar koma lögmenn, aðilar og dómarar saman og baráttan fer fram, í friði en ekki í stríði. Auðvitað eru dómarar í niðurstöðum sfnum ekki að skrifa fræðirit, það er hlutverk fræðimannanna í lagadeild. En dómarar þurfa að byggja á fræðiritun- um og kannast við efni þeirra, og lögmenn málsaðilja bera fram rök sín byggð á þeim. En dómarar verða að komast að niðurstöðu í málinu með rökleiðslu, þar sem forsendur eru gefnar í reglum um sönnun og reglum um lögskýringar. Þegar niðurstaðan er fengin er tvennt til: Að rökleiðslan, sem dómarinn not- aði, sé ekki rituð með í dóminn, og að hún sé það. Ef hún er ekki rituð þá getur enginn vitað hvernig niðurstaðan er fengin. Og þá er komið að merg málsins. Réttlæti hlýtur að vera eitthvað sem á að sjá til þess að hver fái það sem honum ber, og þá jafnframt að lagfæra það sem fer úrskeiðis í þeim efnum, innan samfélags sem þegar er til. Sumum ber að fá skaðabætur dæmdar, 146
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.