Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 5
öðrum ber að greiða bæturnar. Sumum ber að vera dæmdir í sektir eða fang- eisi, öðrum ber að vera sýknaðir af slíkum kröfum. Niðurstaðan sjálf segir eingöngu að einhver eigi að fá bæturnar eða sektardóminn, en hún segir ekki hvort honum ber það, það gerir rökstuðningurinn. Rökleiðslan er því aðferð réttarrikisins til þess að menn geti séð hvort réttlætinu sé fullnægt eða ekki. Hún er það sem gerir það að verkum að málsaðilar sjá hvort þeir áttu að tapa málinu eða ekki. Án hennar verður það ekki vitað. Mikil sannindi eru fólgin í þeim orðum að dómarinn skrifi forsendurnar fyrir sjálfan sig. Vilji dómari dæma réttan dóm þá vandar hann sig og kveður hann ekki upp fyrr en rökleiðslan hefur bundið hann sjálfan. Þá er ekki um smekksatriði, geðþóttaákvörðun, pólitískt mat eða eiginhagsmuni að ræða. Dómarinn er laus við allt slikt ef hann hefur látið lögin ráða gerðum sínum. Þá er dómarinn sáttur við niðurstöðuna, og aðilarnir líka. Þá getur dómarinn óhræddur rætt niðurstöðuna við hvern sem er. í starfi mínu hefi ég sannfærst um að þegar dómari getur ekki rætt niðurstöðu sína eftir á hefur hann óljósa hugmynd um að hann hafi ekki farið að lögum og gætt réttra aðferða. Lögin eru nefnilega ópersónuleg að því leyti að þau eru sameign margra og byggja á grunnreglum skynseminnar. En dómur dómarans er persónulegur fyrir hann að því leyti að þar kemur fram hvort dómarinn beitti réttum aðferðum lögfræðinnar. Dómari sem það gerði getur horft framan í þann sem tapaði málinu, en dómarinn sem ekki fór að lögum getur það ekki. Réttlætið er ópersónulegt og kalt í þessum skilningi, en óréttlætið er persónulegt og heitt. Menn æsa sig út af óréttlæti en ekki út af réttlæti. Garðar Gíslason Lögmenn við Austurvöll Skarphéðinn Þórisson, hrl. Gísli Baldur Garðarsson, hrl. Sigmundur Hannesson, hdl. Tómas Þorvaldsson, hdl. Pósthússtræti 13. Pósthólf 476 121 Rvík. S. 28188. Telefax 623424 LÖGFRÆÐISTOFAN LÖGVÍSI SF. Jón Finnsson, hrl. Skúli J. Pálmason, hrl. Sveinn Haukur Valdims., hrl. Kristinn Hallgrímsson, hdl. Ármúla 3. Rvík. Sími 689870 Lögmenn: Eyjólfur Konráð Jónsson Hjörtur Torfason Sigurður Hafstein Sigtúni 7. Sími 29600. Simn.: JUS Telex 2328. Telefax 689512 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.