Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 25
framfærsluskyldir ef barn hefur verið ættleitt, sbr. lög um ættleiðingu nr. 15/1978 (æl.) og b-lið hér á eftir. b. Kjörforeldrar (sbr. 1. mgr. 14. gr. bl. og 1. mgr. 15. gr. og 16. gr. æl.). Kjörforeldrar eru þeir sem ættleitt hafa barn. c. Stjúpforeldri (sbr. 2. mgr. 14. gr. bl.). Stjúpforeldri nefnist sá sem er í hjúskap með kynforeldri. I barnarétti hefur verið talið að því að- eins sé um að ræða stjúpbarn að það búi á sarna heimili og stjúpfor- eldri.7 Þetta er tæplega í samræmi við almenna málnotkun, né sam- rýmist þetta notkun orðsins stjúpniðji í 8. gr. erfðalaga nr. 8/1962,8 þar sem kveðið er á um heimild maka til setu í óskiptu búi með stjúp- niðjum sínum, án tillits til þess hvort þeir hafa búið á sama heimili eða ekki. Hins vegar er stjúpforeldri aðeins framfærsluskylt þegar svo stendur á sem að framan er lýst. d. Sambúðarforeldri (sbr. 2. mgr. 14. gr. bl.). Sambúðarforeldri nefn- ist sá sem býr í óvígðri sambúð með kynforeldri sem hefur barn hjá sér og hefur forsjá þess. Um það hvenær óvígð sambúð telst vera fyrir hendi í skilningi 2. mgr. 14. gr. er eðlilegt að taka mið af „því er greinir í þjóðskrá eða öðrum ótvíræðum gögnum“ sbr. 6. mgr. 35. gr. bl. e. Fósturforeldri. í 3. mgr. 14. gr. bl. er kveðið á um framfærsluskyldu fósturforeldris þegar barn er í fóstri án meðlagsgreiðslna. I lögum er ekki að finna almenna skýringu á hugtökunum fósturforeldri eða fóst- urbarni. Við það er venjulega miðað að um sé að ræða nokkuð varan- lega dvöl barns á heimili. 1 þessari grein er miðað við að barni hafi verið ráðstafað til fósturs á grundvelli barnaverndarlaga nr. 53/1966 (bvl.). Nánar verður vikið að því síðar. Um stj úpforeldri og sambúðarforeldri er rétt að taka fram að þessir aðilar eru ekki framfærsluskyldir ef hjúskap eða sambúð er slitið. Fyrrverandi stjúpforeldri eða sambúðarforeldri er því ekki framfærsluskylt. Þá er fósturforeldri aðeins framfærsluskylt meðan barnið er í fóstri hjá því. Framangreindir aðilar eru því ekki meðals- skyldir. Þegar talað er um meðlagsskylt foreldri í lögunum (t.d. í 16. gr.) getur því aðeins verið um kynforeldri eða kjörforeldri að ræða, sem ekki stendur straum af daglegum útgjöldum vegna framfærslu bai’ns. 7 Ármann Snævarr: Barnaréttur, Rcykjavík 1987, s. 42. 8 Sbr. 1. gr. 1. nr. 29/1985 um breytingar á erfðalögum og 1. nr. 48/1989 um breytingar á þeim lögum, einkum 2. og 3. mgr. 3. gr. 167

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.