Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 26
2.2. Inntak framfærsluskyldunnar í 1. mgr. 14. gr. bl. er vikið að inntaki framfærsluskyldunnar þar sem segir: „Framfærslu barna skal haga með hliðsjón af högum for- eldra og þörfum barna.“ I 2. gr. 1. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna (hjrl.) er framfærsluskyldan nánar sérgreind þar sem segir að framfærslunni skuli fullnægt. „ . . . með fjárframlögum, vinnu á heim- ili og á annan hátt, .. . “ Um inntak framfærsluskyldunnar segir ekki frekar í lögum. Með þessu er auðvitað fyrst og fremst átt við skyldu aðila til að tryggja efnalega velferð barns, fæða það og klæða og sjá því fyrir húsaskjóli, hvort sem það er gert beint með því að láta framangreint í té eða óbeint með fjárframlögum. Þá felast í þessu framlög sem nauðsynleg teljast vegna menntunar barns og eðlilegrar þátttöku í félagslífi, eftir því sem aðstæður leyfa.9 3. MEÐLAG Um meðlag er fjallað í IV. og VI. kafla bl„ sbr. og I. kafla hjrl. 1 lögum þessum eru notuð á víxl orðin „meðlag“, sbr. t.d. 2. ml. 2. mgr. 16. gr. bl„ og „framfærslueyrir“ eða „framlag til framfærslu“, sbr. t.d. 1. mgr. 15. gr. bl. og 7. gr. hjrl., án þess að séð verði að þar sé efnis- legur munur á. Má í því sambandi benda á að úrskurður um greiðslu framfærslueyris skv. 1. mgr. 15. gr. bl. er í 1. mgr. 16. gr. bl. nefndur meðlagsúrskurður. I framhaldinu verður notað orðið meðlag. 3.1. Meðlagsskylda Ef barn býr með báðum foreldrum sínum er gert ráð fyrir að þau bæði uppfylli framfærsluskyldur sínar ef sómasamlega er séð fyrir barni, án þess að framlög hvors um sig séu könnuð eða sérstakur úr- skurður gangi þar að lútandi.10 Það er einfaldlega gengið út frá því að almennu boði 14. gr. bl. sé fullnægt með því að barnið búi á heim- ili foreldra sinna, hvort sem það eru kynforeldrar, kjörforeldrar, stjúp- 9 f H 1954,433 segir að meðlag sé „ . .. ætlað barninu sjálfu til framfærslu og menningar." 10 Á þetta reyndi í H 1976, 138 (143-144). Málavextir voru þeir að K krafðist úrskurðar á hendur M um meðlag með barni frá fæðingu þess 15. janúar 1971 til fullnaðs 17 ára aldurs þess. Valdsmaður kvað upp úrskurð 11. október 1972 þar sem M var gert að greiða meðlag frá 1. maí s.á. í lirskurðinum var ekki tekin afstaða til greiðslu meðlags fyrir tímabilið frá fæðingu til 1. maí 1972. Krafðist K þess í almennu dómsmáli að M yrði gert að greiða meðlag fyrir það tímabil einnig. Undir rekstri málsins kom fram að K og M höfðu í 51/9 mánuð frá fæðingu barnsins búið á heimili foreldra K sem ráku sveita- býli og unnið þar bæði við búið. Ekki var um reglulegar launagreiðslur til þeirra að ræða en þó fengu þau einhverja vasapeninga auk fæðis og húsnæðis. Sncrist ágreiningur- inn m.a. um það hvort M hefði fullnægt framfærsluskyldu sinni á þessum tíma. f héraðs- 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.