Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 27
foreldrar eða sambúðarforeldrar.* 11 1 2. mgr. 23. gr. bl. kemur fram að heimild til að krefjast þess að framfærslueyrir sé ákveðinn og innheimtur er bundinn við þann sem stendur straum af útgjöldum vegna framfærslu barns. Barnið sjálft getur ekki gert slíka kröfu. Af því leiðir að barn sem býr hjá foreldrum sínum getur ekki krafist þess að þeim verði gert að greiða sér framfærslueyri, enda þótt því sjálfu þyki aðbúnaðurinn ekki nægilega góður. Af framangreindu leiðir að ekki þarf að taka afstöðu til meðlags- skyldu eða fjárhæðar meðlagsgreiðslna þegar barn býr hjá báðum foreldrum sínum. Á slík atriði reynir í fyrsta lagi þegar um óskilgetin börn er að ræða. 1 öðru lagi þegar skilnaður eða eftir atvikum sam- búðarslit eru í vændum. 1 þriðja lagi þegar foreldrar hafa slitið sam- vistir án þess að leyfi til skilnaðar hafi verið gefið út og annað þeirra sinnir ekki framfærsluskyldu sinni. 1 fjórða lagi kann sú aðstaða að koma upp að barn búi raunverulega á heimili þess foreldris sem ekki hefur forsjá og það standi í reynd straum af útgjöldum vegna fram- færslu þess, en það foreldri sem hefur forsjá barns sinni ekki fram- færsluskyldu sinni. 1 fimmta lagi reynir á meðlagsskyldu þegar barn er í fóstri. Verða þessi tilfelli nú skoðuð nánar. 3.1.1. Óskilgetin börn Algengast er að taka þurfi afstöðu til meðlagsskyldu og meðlags- greiðslna þegar börn eru óskilgetin.12 Ef ekki reynist unnt að feðra barn á móðir þess rétt á barnalífeyri skv. 4. mgr. 14. gr. atl., sbr. 1. gr. 1. 85/1980, en nánar verður vikið að barnalífeyri síðar. Grundvöll- ur skyldu til greiðslu meðlags með óskilgetnum börnum er móðerni annars vegar, sem sjaldnast leikur vafi á eðli málsins samkvæmt, og hins vegar faðemisviðurkenning samkvæmt 8. gr. bl. eða dómur í barnsfaðernismáli, sbr. IX. kafla (a) bl. Faðernisviðurkenning samkvæmt 1. mgr. 8. gr. bl. er algengasti grundvöllur undir meðlagsskyldu föður. Oftast fer þetta þannig fram að móðir kennir manni barn. Hann er síðan kallaður fyrir valdsmann (í Reykjavík yfirsakadómara) og viðurkennir að vera faðir barnsins. dómi var kröfu R um meðlag með barninu fyrir þetta tímabil hafnað, m.a. á þeirri forsendu að samband málsaðilja og foreldra K á umræddu tímabili hafi verið með þeim hætti sem um eina fjölskyldu væri að ræða og að vinnuframlag M við búið hafi verið svipað og títt er við slíkar aðstæður. 11 Þess ber að geta varðandi upptalninguna að enda þótt framfærsluskyldu stjúpforeldri eða sambúðarforeldri sé til að dreifa, er kynforeldri eða kjörforeldri sem ekki hefur for- sjá skylt að greiða meðlag með barni, ef eftir því er gengið af hálfu þess sem forsjá hefur. 12 Um skýringu hugtakanna „skilgetin" og „óskilgetin börn“ vísast til 2. og 7. gr. hl. 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.