Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 29
ar aðstæður er það eingöngu dómsmálaráðuneytið sem fjallar um ágreininginn og er því ekki unnt að skjóta úrskurði þess til æðra stjórnvalds, m.ö.o. það er eingöngu fjallað um hann á einu stigi. Þetta fyrirkomulag er í nokkru ósamræmi við það þegar ágreiningur er urn greiðslu framfærslueyris með óskilgetnum börnum, en hefur þó verið talið heimilt með vísan til 24. gr. bl. þar sem segir að ákvörðun um framfærslueyri með börnum við skilnað foreldra hlíti ákvæðum IV. kafla bh, eftir því sem við getur átt. 3.I.2.2. Slit óvígðrai- sambúðar Ekki er þörf neins formlegs leyfis eða tilkynninga, svo að sambúðar- slit séu gild að lögum. Hins vegar er nauðsynlegt að taka afstöðu til forsjár barna og meðlagsgreiðslna, enda er gert ráð fyrir því að báðir sambúðarforeldrar hafi forsjá barns og séu framfærsluskyldir, sbr. 14. gr. og 6. mgr. 35. gr. og 1. mgr. 38. gr. bl. Þetta er gert í svoköll- uðu sambúðarslitavottorði. Fólk sem ætlar að slíta óvígðri sambúð snýr sér til valdsmanns (í Reykjavík yfirborgardómara) til að fá gefið út sambúðarslitavottorð. Annaðhvort er þá samkomulag um forsjá barna og meðlagsgreiðslur eða aðila greinir á. Ef samkomulag er er það fært í sérstaka bók og sambúðarslitavottorð gefið út. Þar er tekið fram hver fari með forsjá barns og hvernig meðlagsgreiðslum skuli hagað. Sá sem hefur forsjá barns snýr sér síðan með vottorðið til Tryggingastofnunar ríkisins um greiðslu meðlagsins. Orðið „sambúðarslitavottorð“ er ekki að finna í lögum en er notað af þeim sem um þessi mál fjalla. Vottorðið, sem undirritað er af valds- manni, hefur aðallega þá þýðingu að það er í reynd staðfestur samn- ingur aðila um forsjá barna og framfærslu. Með vottorðinu er auð- vitað fyrst og fremst verið að fullnægja skilyrðum 21. gr., 1. mgr. 28. gr. og 1. mgr. 29. gr. bl. um að fyrir liggi samningur um þessi atriði, sem staðfestur sé af þar til bærum aðila. Ef aðila greinir á um forsjá barna eða meðlagsgreiðslur er ágrein- ingi vísað til dómsmálaráðuneytisins. Ef ágreiningur er til lykta leidd- ur með samkomulagi á því stigi gefur dómsmálai'áðuneytið út sam- búðarslitavottorð. Ef samkomulag næst hins vegar ekki er kveðinn upp meðlagsúrskurður á grundvelli 1. mgr. 15. gr. bl. Sem fyrr er í 14 Þó má benda á að ef bjón eru sammála um allt nema eignaskiptin getur valdsmaður vísað eignaskiptunum til skiptaréttar. Þegar itonum bafa borist gögn frá skiptarétti um að skiptameðferð sé hafin getur hann gefið út skilnaðarleyfið. f slíkum tilfellum er þó oftast valin sú leið að senda málið til dómsmálaráðuneytisins, sem gefur út leyfið þegar skiptameðferð er hafin. 171

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.