Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 30
þessu tilfelli eingöngu fjallað um ágreining um meðlagsgreiðslur á einu stigi og verður úrskurði ráðuneytisins ekki skotið til æðra stjórn- valds. 3.1.3. Foreldrar í hjúskap slíta samvistir án leyfis til skilnaðar Hér er fyrst og fremst höfð í huga sú aðstaða þegar foreldrar hafa slitið samvistir án þess að ganga lögformlega frá skilnaði og það for- eldri sem farið er af heimilinu sinnir ekki framfærsluskyldu sinni gagnvart börnum. Þegar svo stendur á hafa báðir foreldrar forsjá barna, en aðeins annað stendur straum af útgjöldum vegna fram- færslu þeirra. 1 slíku tilfelli getur það foreldri sem hefur börnin hjá sér snúið sér til valdsmanns (í Reykjavík yfirsakadómara) og fengið hitt úrskurðað til greiðslu framfærslueyris, sbr. 1. mgr. 15. gr. bl. og 7. gr. hjrl., sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga, enda þótt leyfi til skilnaðar hafi ekki verið veitt. Benda má á að þessi staða kemur stundum upp í tengslum við ágreining um forsjá, enda verður skilnaðarleyfið ekki gefið út fyrr en hann hefur verið til lykta leiddur. 1 slíkum tilfellum er kveðinn upp meðlagsúrskurður til bráðabirgða með stoð í framan- greindum lagaákvæðum. f 10. gr. hjrl. er síðan gert ráð fyrir að hjón geti samið um slík framlög. Varðandi fjárhæð yrði tekið mið af meðalmeðlagi (lágmarksmeðlagi), eins og það er ákveðið í lögum um almannatryggingar. 3.1.4. Forsjárforeldri sinnir ekki framfærsluskyldu Stundum hagar svo til að það foreldri eða annar aðili, sem ekki hefur forsjá barns, hefur það engu að síður hjá sér og svarar til útgjalda vegna framfærslu þess, en það foreldri sem hefur forsjá sinnir ekki framfærsluskyldu sinni. I fljótu bragði mætti ætla að það foreldri sem hefur barn hjá sér geti einfaldlega snúið sér til valdsmanns (í Reykjavík yfirsakadómara) með kröfu um að forsjárforeldri verði úr- skurðað til greiðslu framfærslueyris samkvæmt 1. mgr. 15. gi’. bl. og geti þannig heimt meðlagið af Tryggingastofnun ríkisins án þess að þurfa að hafa frekari áhyggjur af greiðslugetu eða -vilja forsjárfor- eldris. 1 2. mgr. 23. gr. bl. eru hins vegar reistar skorður við því hverjir geti sett fram kröfu samkvæmt 1. mgr. 15. gr. bh, en í fyrrnefnda ákvæðinu segir: „Sá, sem stendur straum af útgjöldum vegna fram- færslu barns, getur krafist þess, að framfærslueyrir sé ákveðinn og innheimtur, enda hafi viðkomandi forsjá barns eða hafi haft hana, er forsjárskyldu lauk, eða hafi barnið í fóstri samkvæmt lögmætri skipan.“ Eftir þessu að dæma getur það foreldri, eða sá aðili annar, 172
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.