Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 31
sem ekki hefur forsjá bai-ns, því ekki sett fram kröfu um að fram- færslueyrir sé ákveðinn eða innheimtur, nema það hafi barnið í fóstri samkvæmt lögmætri skipan, eins og það er orðað.15 Um það hvað telst fóstur samkvæmt lögmætri skipan ber að hafa hliðsjón af barna- verndarlögum. Þegar á reynir hefur þetta atriði þó ekki verið talið ráða úrslitum, heldur miðað við það hvort barn er hjá viðkomandi aðila í samráði við forsjárforeldri. Ef svo er hefur verið talið að sá aðili geti krafið um meðlagið og innheimtu þess. Þá hefur verið litið svo á að ákveði ungmenni, sem náð hefur 16 ára aldri, að búa hjá því foreldri sem ekki hefur forsjá, jafngildi það fóstri samkvæmt lög- mætri skipan. Sama máli gegnir í tilfellum þar sem forsjárforeldri mótmælir því að barn undir 16 ára búi hjá viðkomandi aðila ef sýnt þykir að það er ófært um að hafa barnið hjá sér sjálft.16 3.1.5. Fóstur Eins og áður hefur komið fram er óljóst hvenær um er að ræða fóstur í skilningi laga. í stuttu máli er barni komið lögformlega í fóst- ur með tvennum hætti. 1 fyrsta lagi geta foreldrarnir sjálfir ráðstafað barni til fósturs. Lagaákvæði um þetta er að finna í 35. og 36. gr. laga um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966 (bvl.)., sbr. og 42. gr. sömu laga. 1 öðru lagi er gert ráð fyrir að barnaverndarnefnd geti ráð- stafað barni til fósturs ef talið er að foreldrar séu ófærir um að ala önn fyrir því, sbr. 26. og 27. gr. bvl.17 Þegar foreldrar sjálfir ráðstafa barni til fósturs fer það eftir sam- komulagi þeirra og fósturforeldra hvort framfærslueyrir er greiddur og hversu hár. 1 3. mgr. 14. gr. bl. segir að ef barn er í fóstri án með- lagsgreiðslna sé fósturforeldri skylt að framfæra fósturbarn sitt með 15 í þessu sambandi er þó rétt að benda á 1. mgr. 31. gr. bl., þar sem ekki er sett það skil- yrði að sá sem annast framfærslu barns ltafi jafnframt forsjá þess. 16 Þetta síðastnefnda er í samræmi við skoðanir danskra fræðimanna, sbr. J0rgen Graversen: ,,B0rns fors0rgelse“, Familieret, Khöfn 1986, s. 148—149. í 9. gr. frumvarps til laga um breytingu á bl. sem lagt var fram á Alþingi 1987 er lagt til að 2. mgr. 23. gr. bl. á eftir orðunum „er forsjárskyldu lauk“ í því ákvæði komi orðin „eða hafi síðar innt af hendi framfærsluframlag vegna ungmennis allt til þess aldurs er greinir í 1. mgr. 17. gr..“, þ.e. 18 ára aldurs. Þessi breyting er til samræmis við framkvæmdina, þar sem lagt er til að lögfest verði heimild þess foreldris, sem ungmenni kýs að búa hjá eftir að það verður sjálfráða, til þess að gera kröfu um meðlag með ungmenni, sbr. Alþt. A 1987, s. 1648 og 1657. 17 í fjölmörgum tilfellum er börnum komið i fóstur fyrir atbeina foreldra, annars eða beggja, án þess að barnaverndarnefndir eða aðrir opinberir aðilar hafi þar afskipti af. Fer það eftir aðstæðum hverju sinni hvort eða hversu hár framfærslueyrir er greiddur í slíkum tilfellum. Hér verður eingöngu fjallað um famfærslu fósturbarns þegar bami hefur verið ráðstafað til fósturs með lögformlegum hætti. 173
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.