Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Síða 32
sama hætti og væri það eigið barn þess. Ef þessi aðstaða er fyrir hendi er gert ráð fyrir að framfærsluskyldu sé fullnægt ef barn býr á heimili fósturforeldris, án þess að frekari könnun fari fram á því hvort sú er raunin. 1 40. gr. bvl. segir hins vegar að hafi barnaverndar- nefnd ráðstafað barni eða ungmenni í fóstur, eða á annan hátt sam- kvæmt lögum þessum, beri Tryggingastofnun ríkisins að greiða með því þrefaldan barnalífeyri ef barn er undir 7 ára aldri, en annars tvöfaldan. Síðan segir að framfærslusveit endurgreiði Tryggingastofn- un lífeyrinn. 1 framkvæmd hefur þessi grein eingöngu verið álitin eiga við ef um er að ræða ráðstöfun í fóstur til 18 ára aldurs, til að- greiningar frá reynslufóstri, þ.e. þegar barni er komið fyrir í fóstri til bráðabirgða eða reynslu, oftast í 3-—6 mánuði. í slíkum tilfellum greiðist framfærslustyrkur beint frá framfærslusveit barns. Samkvæmt þessu þurfa fósturforeldrar sem tekið hafa barn í varan- legt fóstur ekki að fá úrskurð á hendur foreldrum um greiðslu fram- færslueyris, en geta þess í stað snúið sér beint til Tryggingastofnunar ríkisins með gögn sem sýna að barn hafi verið tekið í fóstur. Sú spurning hefur vaknað hvernig háttað sé framfærsluskyldu fósturforeldra þegar þeir skilja, einkum þess sem ekki annast barn lengur. Því hefur verið haldið fram að unnt sé að úrskurða þann sem flytur af heimili til að greiða meðlag með fósturbarni. Er þetta vænt- anlega í fyrsta lagi byggt á því að barn njóti þá ekki lengur fram- færslu tveggja aðila, til viðbótar þeim framlögum sem koma frá Tryggingastofnun ríkisins, og í öðru lagi á því að viðkomandi eigi ekki við skilnaðinn að losna undan þeim skyldum sem hann hefur tekið á sig gagnvai’t fósturbarni. Af 3. mgr. 14. gr. bl., sbr. og 1. mgr. 15. gr., má þó ráða að þetta kemur því aðeins til greina að barni hafi ver- ið komið í fóstur á grundvelli 35. gr. bvl., án meðlagsgreiðslna. Af þessu má draga þá ályktun að fáist framfærslueyrir greiddur frá Tryggingastofnun ríkisins sé ekki um frekari framfærsluskyldu fóstur- foreldris, eða eftir atvikum fyrrverandi fósturforeldris, að ræða. Ef um fóstur án meðlagsgreiðslna er að ræða er hins vegar eðlilegast að fá einfaldlega meðlagsúrskurð á hendur kynforeldri. 3.2. Fjárhæð framfærslueyris skv. 15. gi’. bl., aldursmaik og tilhögun greiðslna 1 2. mgr. 15. gr. bl. er að finna almennt boð um að framfærslueyri samkvæmt 1. mgr. skuli ákveða með hliðsjón af þörfum barns og fjár- hagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra, þ.ám. aflahæfi þeirra. 1 2. mgr. 16. gr. kemur síðan fram að í meðlagsúrskurði megi aldrei 174

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.