Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 34
maður hefur úrskurðað og þess sem Tryggingastofnun greiðir er lög- takskræfur samkvæmt 1. mgr. 28. gr. bl., sbr. 6. tl. 1. gr. og 7. gr. ]. um lögtak nr. 29/1885 (ltl.). Að lokum er þess að geta að nokkuð oft semur fólk um hærra meðlag enda þótt lágmarksmeðlagið sé algengast. I 3. mgr. 15. gr. bl. er að finna heimild til að úrskurða föður til að kosta framfærslu barns að öllu leyti ef barnið er getið við háttsemi sem fellur undir XXII, kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl.). Á þetta hefur ekki reynt og er því ekki ástæða til að fjalla ítarlega um heimildina á þessu stigi. Hitt er svo annað mál að ef á reyndi yrði þetta ákvæði líklega erfitt í framkvæmd. I fyrsta lagi er vandkvæðum bundið að skera úr um það hvað úrskurða á tiltekinn aðila til að greiða, þar sem hann á að kosta framfærsluna að öllu leyti, en merking þess er fjarri því að vera ljós. I annan stað hefur móðir mjög takmarkaðan aðgang að Tryggingastofnun ríkisins, þar sem aðgangurinn er bundinn við lágmarksmeðlag. Það gæti því farið svo að þetta ákvæði reyndist harla lítils virði ef á reyndi. I lögum er ekki að finna nein takmörk fyrir því með hve mörgum börnum hið framfærsluskylda foreldri verður úrskurðað til að greiða meðlag. Það er ástæða til að taka þetta fram þar sem misskilnings hefur gætt um þetta atriði. Stafar hann líklega af því að takmörk eru fyrir því hve Innheimtustofnun sveitarfélaga gengur hart fram í innheimtu meðlaga. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. bl. lýkur framfærsluskyldu þegar barn verður 18 ára og er þá miðað við upphaf næsta mánaðar eftir að því aldursmarki er náð. Skyldu til greiðslu meðlags lýkur hins vegar fyrr ef barn giftist, nema valdsmaður ákveði annað. Til samræmis við þetta segir í 2. mgr. 16. gr. að ekki megi í úrskurði valdsmanns miða við annað aldursmark en greinir í 17. gr. og í 21. gr. að ekki megi semja um lægra aldursmark. Samkvæmt þessu má valdsmaður ekki úrskurða meðlag lengur en til 18 ára aldurs, nema um sé að ræða menntunarmeðlag, sbr. 2. mgr. 17. gr., og verður síðar fjallað um það. Sjálfsagt geta aðilar samið um greiðslu framfærslueyris lengur, en þess ber að geta að aðgangur að Tryggingastofnun ríkisins um greiðsl- ur samkvæmt slíkum samningum er takmarkaður við 18 ára aldur. 1 18. gr. bl. segir að meðlag beri að greiða mánaðarlega fyrirfram, nema annað sé löglega ákveðið. Með því er í fyrsta lagi átt við að aðilar geti samið um aðra tilhögun, enda útilokar 21. gr. bl. það ekki, a.m.k. að svo miklu leyti sem hagsmunir barns eru tryggðir, og í öðru lagi er hægt að haga greiðslum með þeim hætti sem greinir í 2. ml. 1. mgr. 23. gr. Þar er gert ráð fyrir að heimilt sé að greiða framfærslu- 176

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.